Næsti yfirmaður eða launadeild.
Yfirmaður fer yfir leyfisóskir starfsmanna sinna og samþykkir eða hafnar þeim.
Starfsmenn skrá sínar leyfisóskir
Fara í ábyrgðasvið Yfirfara, aðgerðina Leyfisóskir. Hrinda af stað leit.
Einnig er hægt að fara í ábyrgðasvið Yfirfara, aðgerðina Fjarvistir til að fá myndræna útgáfu, þar er hægt að yfirfara leyfisóskir og skrá leyfi.
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Yfirfara -> Leyfisóskir |
Finna leyfisóskir |
|
Yfirfara -> (Leyfisóskir/Fjarvistir) |
Smellt á nafn starfsmanns til að skoða leyfisupplýsingar hans. |
|
Yfirfara -> (Leyfisóskir/Fjarvistir) -> Samþykkja |
Yfirfara leyfisósk, samþykkja eða hafna. |
|
Yfirfara -> Leyfisóskir -> Breyta |
Breyta leyfisósk sem hefur verið samþykkt eða hafnað. |
|
Yfirfara -> Fjarvistir |
Finna starfsmenn sem skoða á leyfisyfirlit fyrir. |
|
Yfirfara -> Fjarvistir -> Skrá fjarvist |
Nýskrá leyfi, þrátt fyrir að leyfisósk sé ekki skráð. |
Finna leyfisóskir (Yfirfara -> Leyfisóskir)
Þessi vinnuleið er notuð til að yfirfara leyfisóskir starfsmanna. Hægt er að samþykkja, hafna eða breyta leyfisóskum ef dags.frá í leyfisósk er ekki liðinn.
Hérna er einnig hægt að finna eldri leyfisóskir, breyta þarf þá tímabili leitar. Hægt er að leita að leyfisóskum eftir skipulagseiningu, nafni eða kennitölu starfsmanns og eftir því hvort leyfisóskin var samþykkt eða ekki, tegund leyfis og tímabili óskar og samþykkis leyfisóskar.
Skoða leyfisósk starfsmanns (Yfirfara -> (Leyfisóskir))
Hægt er að skoða leyfisóskir starfsmanns nánar.
Samþykkja leyfisósk (Yfirfara -> (Leyfisóskir/Fjarvistir) -> Samþykkja)
Þegar smellt er á hlekkinn Samþykkja er hægt að samþykkja eða hafna leyfisósk. Ef óskin er samþykkt þá skráist viðkomandi fjarvist á það tímabil sem óskin nær yfir.
Starfsmaður getur séð í gegnum sjálfsþjónustuna hvort búið sé að samþykkja eða hafna leyfisósk hans og hvaða athugasemd var sett með.
Hægt er að samþykkja leyfisósk en breyta tímabilinu. Þá sér starfsmaðurinn að leyfisóskin er samþykkt en tímabilið litast rautt í yfirlitsmynd í sjálfsþjónustu til þess að það sé greinilegt að tímabilinu var breytt.
Breyta leyfisósk (Yfirfara -> Leyfisóskir -> Breyta)
Breyta leyfisósk sem hefur verið samþykkt eða hafnað.
Skoða fjarvistir (Yfirfara -> -Fjarvistir )
Hér er hægt að skrá leyfi þó að leyfisósk sé ekki skráð. Yfirlitið er sett upp á myndrænan hátt þannig að auðvelt sé að sjá hversu margir séu í fríi á ákveðnu tímabili.
Leitað er að starfsmönnum eftir skipulagseiningu, nafni, hæfnisþætti og færnistigi. Hægt er að velja margar skipulagseiningar. Valið er tímabil sem leyfisyfirlitið á að ná yfir. Ef eitthvað er valið í Tegund fjarvistar þá birtist aðeins sú tegund í yfirlitinu, annars birtast allar fjarvistartegundir.
Eftir að leit hefur verið hrint af stað þá birtist yfirlit fyrir þá starfsmenn sem uppfylltu leitarskilyrðin. Skráð leyfi og leyfisóskir eru merkt inn á leyfisyfirlitið og hægt er að smella á myndina fyrir leyfisósk til að samþykkja eða hafna leyfisóskinni. Einnig er hægt að skrá leyfi með því að velja skrá fjarvist ef leyfisósk hefur ekki verið skráð.
Skrá fjarvist (Yfirfara -> Fjarvistir ->Skrá fjarvist)
Smella á plúsinn við hliðina á nr.starfs. Skrá fjarvist á starfsmann yfir ákveðið tímabil.
Samþykkja leyfisósk eða skráða
fjarvist með því að smella á eða
.
Svæði |
Lýsing |
Tegund leyfis |
Fjarvistategundin sem skrá á |
Tímabil |
Tímabil sem skrá á fjarvistina |