Starfsmaður sjálfur / yfirmaður
Starfsmaður getur sent inn beiðni um að færa yfirvinnutíma í laun.
Tengja leyfistegundina Uppsöfnuð yfirvinna við starfsmann.
Starfsmenn skrá sínar óskir um flutning á yfirvinnu í leyfi
Starfsmaður:
Fara í ábyrgðasvið Sjálfsþjónusta -> Leyfi -> Staða leyfis.
Smella á hlekkinn Færa yfirv.í leyfi. Þá birtist skráningargluggi þar sem staðfesta þarf beiðnina.
Yfirmaður:
Starfsmenn->Leyfi->Sýsla hnappurinn í leyfistegundinni Uppsöfnuð yfirvinna
Þá birtist skráningarmynd þar sem hægt er að færa yfirvinnu í leyfi.
Senda beiðni um að færa yfirvinnutíma í leyfi.
Smella á táknið í Sýsla dálkinum í Uppsöfnuð
yfirvinna.
Þegar bunki er búinn til er athugað hvort starfsmaður eigi beiðni um að flytja yfirvinnu í leyfi.
Ef svo er þá er athugað hvort starfsmaðurinn eigi jafn mikla yfirvinnu og hann biður um að flytja í leyfi. Ef svo er þá er þessi tímafjöldi yfirvinnu fluttur yfir í leyfi.
Ef starfsmaður á ekki eins mikla yfirvinnu og hann biður um þá flytur VinnuStund aðeins þá yfirvinnutíma sem starfsmaðurinn á yfir í leyfi.
Yfirvinna í leyfi í bunkavinnslu er gerð upp miðað við dagsetningu á skráningu á beiðninni.
Dæmi: Starfsmaður setur inn beiðni um að flytja yfirvinnu í leyfi í desember.
Launabunkinn er ekki keyrður inn fyrr en í janúar. Þessi flutningur á yfirvinnu í leyfi myndi þá fylgja desember (óskin sett inn) en ekki janúar. Ástæðan er sú að yfirleitt er margföldunarstuðull eða greiðsla álags miðuð við ákveðinn tímafjölda á ári.
Athugið að ef starfsmaður er með tengdan á sig yfirvinnusamning þá hefur hann áhrif á það hve mikið er flutt yfir í leyfi.
Dæmi: Starfsmaður er með tengdan á sig yfirvinnusamning sem segir að það eigi ekki að greiða neina yfirvinnu þá er heldur ekkert flutt í leyfi (hægt að komast hjá því með því að leyfa að greiða kostnaðarfærða yfirvinnu).