Samþykkja tímafærslur per dag

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður.

Tilgangur

Fara yfir tímafærslur starfsmanns og athuga hvort þær séu réttar, áður en þær eru samþykktar og sendar til launakerfis.

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið "Yfirfara", aðgerðina "Tímar dagur". Sjálfkrafa kemur upp dagsetningin í gær, smella á "Leita".

Hægt er að velja um fleiri en eina skipulagseiningu.

 

Gera þær breytingar á tímafærslum sem þarf.

Samþykkja þær tímafærslur í dálkinum "Tímar" sem eftir á að samþykkja. Smella á "Vista" hnappinn til að vista allar breytingar.

Skipt er um stöðu á færslu með því að smella á viðkomandi stöðutákn í dálkinum "Staða".

 

Hægt er að samþykkja/ósamþykkja allar færslur með því að smella á viðkomandi tákn við hliðina á Vista hnappnum.

 
  yfirfara_timar_dagur.gif
 

Ef valið er að skoða „Alla starfsmenn“ er birt síðasta innstimplun starfsmanns, ef starfsmaður hefur stimplað sig inn en er ekki útstimplaður.

Ef starfsmaður hefur verið innstimplaður en hefur ekki verið útstimplaður á sama degi, birtist tími innstimplunar og dagsetning með rauðu letri.

 

Sjá nánar