Launabunki til launakerfis

Hver framkvæmir

Launafulltrúi í VinnuStund

Tilgangur

Koma forsendum óreglulegra launa til launakerfis.

Áður gert

Stofna launabunka

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið "Uppgjör", aðgerðina "Uppgjörstímabil". Þá birtist listi með þeim uppgjörstímabilum sem búið er að skrá fyrir stofnunina.

Smella á hlekkinn "Bunkar" úr listanum. Þá birtast þeir bunkar sem búið er að stofna á valda skipulagseiningu í flipanum "Bunkar".

 

Senda launabunka til launakerfis (Uppgjör-> Uppgjörstímabil -> Bunkar ->Senda valda bunka til launakerfis)

 

senda_bunka_til_launa_ny_mynd.gif

 

Þeir bunkar sem senda á til launakerfis eru valdir úr listanum með því að haka við þá í dálkinum "Senda til launak." og smella á hnappinn "Senda valda bunka til launakerfis".

Hægt er að merkja við alla bunka í einu með því að setja hak í dálkinn "Senda til launak".

 

Ef að dálkurinn "Dags.bunki" til launakerfis er auður þá er ekki búið að senda bunkann til launakerfis. Um leið og bunkinn er sendur þá kemur sendingardagsetning og tími í þennan dálk.

 

Ef einhverjar villur eru í launabunka þá er hægt að:

 

Eftir að bunki er farinn til launakerfis læsast færslur hans og aðeins er hægt að gera leiðréttingar með því að bakfæra.

 

Bunka er eytt með því að smella á rauða X-ið í dálkinum "Eyða bunka".

 

Með því að smella á hnappinn "Óuppgert" er hægt að fá lista yfir þær skipulagseiningar sem ekki er búið að gera bunka fyrir.

 

ouppgerdir_bunkar.gif

 

Hér er hægt að búa til bunka með þvi að smella á hnappinn "Stofna bunka" við þá skipulagseiningu sem búa á til bunka á.

Bunkinn fer þá í flipann" Bunkar".