Yfirmaður, launafulltrúi í VinnuStund.
Þegar launabunki er stofnaður er öllum samþykktum tímafærslum á valda starfseiningu safnað saman í bunka og hann síðan sendur til launakerfis. Einungis er hægt að útbúa bunka á nýjasta uppgjörstímabili og ef dagsetning leiðréttingarfrests er ekki liðin.
Stofna uppgjörstímabil
Samþykkja tímafærslur starfsmanna
Fara í ábyrgðasvið "Uppgjör", aðgerðin "Uppgjörstímabil". Þá birtist listi með þeim uppgjörstímabilum sem búið er að skrá fyrir stofnunina. Velja uppgjörstímabil með því að velja hlekkinn "Bunkar" á því uppgjörstímabili sem vinna á með. Nýjasta uppgjörstímabilið er alltaf efst í listanum.
Aðeins hægt að stofna bunka á nýjasta uppgjörstímabili.
Í þeirri mynd er skipulagseiningin, sem stofna á bunka fyrir, valin úr vallistanum og síðan er smellt á hnappinn "Stofna bunka".
Stofna launabunka (Uppgjör-> Uppgjörstímabil -> Bunkar ->Stofna bunka)
Einnig er hægt að smella á flipann "Óuppgert" og fá þar lista yfir þær skipulagseiningar sem eftir á að gera bunka fyrir. Hér er hægt að senda marga bunka í vinnslu í einu með því að haka við þá og smella á hnappinn Stofna marga bunka.
Nú er hægt að sjá hverjir hafa verið sendir í klukku.
Staðfesta stofnun á bunka með því að smella á "OK" hnappinn eða hætta við með "Cancel".
Í flipanum "Leita" er hægt að leita í bunkum eftir ákveðinni launategund, leitað er í öllum bunkum viðkomandi uppgjörstímabils.
Birtar eru allar færslur úr öllum bunkum fyrir valda launategund.