Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn)
Starfsmenn skrái notkun sína á tækjum.
Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur.
Í tímafærslumyndinni er Verkskráning valin. Þar er síðan smellt á táknið til að komast í verkskráningarmyndina.
Smellið
hér til að sjá nánar.
Smelltu á flipann "Notkun".
Veldu úr vallista hvers kyns notkun á að skrá.
Skráðu verknúmer, verkhluta og einingar. Ef smellt er á vasaljósið birtist gluggi þar sem hægt er að leita eftir verknúmerum og verkhlutum.
Vistaðu skráninguna með því að smella á "Vista" hnappinn aftast í línunni.
Hægt er að hreinsa línu með því að smella á "Hreinsa" hnappinn.
Til að eyða færslu er smellt á "Eyða" hnappinn aftast í línu.
Neðst á síðunni má sjá summerað upp hve mikið af tímum er tilbúið, hve mikið er samþykkt og hve mikið búið er að bóka.