Eyða færslu úr verkbókhaldi í VinnuStund

Hver framkvæmir

Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn)

Tilgangur

Gera starfsmönnum eða yfirmönnum kleift að leiðrétta verkskráninguna.

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur. Í tímafærslumyndinni er Verkskráning valin og smellt á Leita hnappinn. Þar er síðan smellt á verkskraning_takn.gif táknið til að komast í verkskráningarmyndina. Smellið hér til að sjá nánar.

 

Smelltu á þann flipa þar sem eyða á færslu ( Skrá vinnu, Notkun, Annað).

Smelltu á "Eyða" hnappinn við þá færslu sem á að eyða.

Staðfestu að eyða eigi færslunni.

Eftir að búið er að staðfesta að eyða eigi færslu er strikað yfir hana. Næst þegar farið er í myndina er færslan horfin.

 

Aðeins er hægt að eyða færslum sem eru í stöðunni "Tilbúin", ekki er hægt að eyða samþykktum eða bókuðum færslum.

Hægt er að bakfæra samþykktar færslur

 

verkskraning_eyda_faerslu.gif