Uppástunga fyrir yfirvinnuvakt

Ef manna þarf vakt vegna fjarveru starfsmanns er hægt að láta kerfið stinga upp á því hver geti tekið vaktina.

 

Uppástunga úr vinnuborði

Smellt með hægri músarhnapp á þann dag sem setja á vakt niður.

 

uppastunga_yv_dagur.gif

 

Uppástunga úr mönnunargrafi

Smellt með hægri músarhnapp á þann dag sem setja á vakt niður.

 

uppastunnga_yv_graf.gif

 

 

Þá kemur uppástunguglugginn.

Fyrst þarf að velja tegund vinnu og hæfni. Sjálfgefið er að í valmyndina birtist það sem er valið í síuglugga.

Þegar smellt er á þá hæfni sem setja á vakt á birtist gluggi með vöktum valins dags. Tíminn er lesinn úr vaktastýringum, "Vaktasett".

 

uppastunga_yv_velja_tima.gif

 

Í síðustu tveimur dálkunum birtist fjöldi starfsmanna sem vantar á vaktina. Fyrri dálkurinn miðar við æskilega mönnun en sá síðari við lágmarksmönnun.

Mínustölur þýða að um yfirmönnun sé að ræða.

 

Hér þar að velja hvar á að setja niður vakt, þ.e. velja þarf eina vakt og flytja yfir í dálkinn valdar vaktir. Vakt er flutt yfir með því að tvísmella á hana eða með því að velja vakt og smella á örvahnappinn. Síðan er smellt á "Áfram" hnappinn.

Í listann hægra megin birtist sá starfsmaður sem hefur hæsta vægið í útfrá forsendum og stuðlum. Smellt á image104.gif til að opna/loka forsendum.

 

Forsendur/Stuðlar

Flipinn  "Almennt"

Ef uppástungan á ekki að taka tillit til mönnunar er ekki hakað við "Nota mönnun" í grúppunni "Almennt" .

Ef hakað er við Allir sem geta tekið vaktir þá koma allir starfsmenn sem hafa hærra færnistig til greina ásamt þeim sem hafa það færnistig sem beðið er um.

uppastunga_yv_flipinn_almennt.gif

 

Flipinn Starfsmenn

Í forsenduglugga, flipinn Starfsmenn,  er eingöngu hakað við Fjölda tíma ef aðeins á að taka tillit til fjölda tíma sem starfsmaður hefur fengið í yfirvinnuvaktir.

Ef taka á tillit til fleiri forsendna þá er hakað við þær.

 

uppastunga_yv_starfsemenn.gif

 

Hægt að stilla að uppástunga fyrir yfirvinnuvakt sé háð því hve margar yfirvinnuvaktir starfsmenn hafa unnið ákveðinn fjölda mánaða. Mánaðarfjöldinn er stillanlegur.

 

uppastunga_yf_fjoldi_manada.gif

 

Alltaf ef forsendum er breytt þarf að reikna aftur miðað við nýjar forsendur. Það er gert með því að smella á hnappinn "Reikna".

Litir í starfsmannalista

uppastunga_yv_stmlisti.gif

 

Rauður – ekki hægt að setja vakt, starfsmaður er með vakt eða fjarvist á sama tíma

Brúnn – ef sett er niður vakt þá brýtur hún einhverjar vaktastýringar

Svartur - starfsmenn sem geta tekið vaktir

 

Vista vakt

Vakt er skráð á starfsmanninn í dálkinum "Valdir starfsmenn" með því að smella á "Nýskrá" hnappinn neðst í glugga.

 

Nánari upplýsingar um útreikning á forgangi starfsmanna er hægt að sjá hér.