Mönnunarþörf

Hægt er að fá tvenns konar skýrslur sem sýna það hvernig mönnun skipulagseiningar kemur til móts við mönnunarþörfina.

Skýrslurnar birta mönnunarþörf fyrir ákveðna vaktaáætlun eða yfir tímabil niður á tegund vinnu, hæfniþátt og færnistig.

 

Mönnunarþörf vaktaáætlunar

Mönnunarþörf vaktaáætlunar er opnuð úr vinnuborði vaktaáætlunar. Með því að smella á skýrsluhnappinn og velja síðan mönnunarþörf úr valslá.

 

Birtir aðeins gögn yfir mönnunarþörf viðkomandi vaktatímabils.

 

 

 

 

Mönnunarþörf yfir tímabil

 

Mönnunarþörf yfir tímabil er opnuð frá valslá. Þá birtist valgluggi þar sem setja þarf inn tímabil og skipulagseiningar.

 

Þessi skýrsla er óháð vaktatímabilum, sýnir mönnunarþörf yfir ákveðið tímabil og eina eða fleiri skipulagseiningar.

Veldu flipann Skýrslur->Mönnunarþörf. Í glugga sem birtist velur þú tímabil og þær skipulagseiningar sem þú vilt að fram komi í skýrslunni og smellir síðan á Opna hnappinn.

 

                

 

Hægt er að fá  skráða vinnu sundurliðaða í yfirvinnu og almennar vaktir .

 

 

Nafn á dálki

Skýring

Tegund vinnu

Tegund vaktar

Hæfniþáttur

Hæfniþáttur sem þarf að vera mannaður á tegund vinnu

Færnistig

Færnistig innan hæfniþáttar sem þarf að vera mannað á ákveðinni tegund vaktar

Æskileg mönnun

Æskileg mönnun í klukkustundum á ákveðinni tegund vinnu, hæfniþætti og færnistigi

Lágmarksmönnun

Lágmarksmönnun í klukkustundum á ákveðinni tegund vinnu, hæfniþætti og færnistigi

Skráð vinna(klst)

Fjöldi klukkustunda sem búið er að skrá vaktir á fyrir ákveðna tegund vinnu, hæfniþátt og færnistig

Yfirmönnun(klst)

Fjöldi klukkustunda yfir æskilegri mönnun.

Yfirmönnun%

Hve mörg prósent yfirmönnun er yfir æskilegri mönnun

Undirmönnun(klst)

Hve margar klukkustundir vantar til að ná lágmarksmönnun

Undirmönnun%

Hve mörg prósent undirmönnun er undir lágmarksmönnun

 

Samtalstölur í klukkustundum eru neðst í skýrslunni.

 

Sjá nánar um grunnaðgerðir á skýrslum