Breyta mönnunarforsendum

Ef breyta á forsendum á mönnunartímabili þá þarf að afrita nýjar eða breyttar mönnunarforsendur á tímabilið.

Sjá Afrita mönnunarforsendur yfir á mönnunartímabil.

 

Ef breyta á forsendum á tilteknum degi mönnunartímabils er það gert á eftirfarandi hátt:

 

Mönnunartímabilið er sótt.

 

 

Smelltu með hægri músarhnapp á þann dag sem breyta á forsendum á og veldu "Skoða mönnun" í vallista (hægt að smella á dálkana Dagsetning eða Dagategund)

skoda_mönnunarþörf_per_dag.gif

Þá opnast glugginn með þeim mönnunarforsendum sem eru á bakvið daginn (Mynd 1).

Breyttu forsendunum og vistaðu. Í dálkinum Breytt birtist nú "Já" á þeim degi sem var breytt (Mynd 2).

 

Ef breyta á mönnunardegi sem tengdur er við dagsetningu er það gert með því að velja annan mönnunardag úr vallista í dálkinum Mönnunardagur. Breytingar eru síðan staðfestar næst þegar glugganum er lokað (Mynd 3).

 

breyta_forsendum_fyrir_dag.gif

 

Mynd 1. Þegar tvísmellt er á dag sem á að breyta opnast gluggi með forsendum bakvið þennan dag. Hér er forsendum breytt.

 

breyttar_forsendur_fyrir_dag.gif

Mynd 2. Búið að breyta forsendum bakvið ákveðinn dag. Komið Já í dálkinn breytt.

 

breytaummonnunarforsendu.gif

 

Mynd 3. Breyta mönnunardegi á bakvið ákveðinn dag.

 

Hakað við þá daga sem á að að breyta.

Mönnunardagur valinn úr vallista.

Mönnunarforsendur afritaðar aftur. Þá tekur breytingin gildi.