Skilgreina vaktasett

Hér eru skilgreindar leyfilegar vaktir sem notaðar eru þegar vaktaáætlun er gerð sjálfvirkt.

Einnig er hægt að nota þessi vaktasett þegar vaktaóskum er breytt í vaktir.

 

Ef notuð er magnskráning í vaktaóskum í sjálfsþjónustu þá eru það þessir tímar sem birtast þegar settar eru inn vaktaóskir.

 

Þessar vaktir birtast einnig í hægri músarhnapp í vinnuborði.

 

Þessi stýring er skilgreind fyrir starfseiningu niður á tegund vinnu og mönnunardag.

 

Ef ekkert vaktasett er skilgreint fyrir tegund vinnu þá keyrir sjálfvirk vaktagerð ekki fyrir þá tegund.

 

Ef vaktasett er skilgreint  fyrir tegund vinnu og aðeins einn ákveðinn mönnunardag setur sjálfvirk vaktagerð aðeins niður vaktir fyrir þann mönnunardag á þeirri tegund vinnu.

 

Ef vaktasett er skilgreint fyrir ákveðna tegund vinnu og engan ákveðinn mönnunardag þá notar sjálfvirk vaktagerð vaktasettið á alla mönnunardaga fyrir þessa tegund vinnu.

 
 

Tilgangur

Skilgreina vaktasett sem notuð eru við sjálfvirka vaktagerð og í vinnuborði.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir.

Hvar og hvernig gert

Fara í Vinnu. Velja Forsendur->Stýringar->Vaktastýringar -> Vaktasett í sjálfvirkni

Áður gert

Skilgreina mönnunardaga

Mögulegar aðgerðir

Skrá vaktasett

Eyða vaktasetti

Skrá tíma á vaktasett

Hreinsa út tíma af vaktasetti

Eyða tímum á vaktasetti    

Tengja vaktasett 

Aftengja vaktasett

Gátlisti - skrá vaktasett

Smelltu á  hnappinn í dálkinum "Vaktasett" og settu inn heiti á vaktasettinu.

 

Smella þarf á “Vista” hnappinn til þess að nýtt vaktasett taki gildi.

Í dæminu hér fyrir neðan eru þrenns konar vaktasett. Ástæðan fyrir því er sú að almennar vaktir (AL) eru ekki á sama tíma og bakvaktir(BA) og bundnar vaktir (BU) á enn öðrum tímum (upphafs- og endatímar vakta).

 

 

Gátlisti - eyða vaktasetti

Veldu vaktasett sem á að eyða úr lista úr lista.

 

Smelltu á  hnappinn til að eyða völdu vaktasetti.

 

 

Staðfesta eyðingu á vaktasetti.

 

 

Áður gert

Vaktasett skilgreint

Gátlisti - skrá tíma á vaktasett

Veldu vaktasett sem skrá á tíma á úr lista.

 Velja   hnappinn .

Skrá upphafs- og endatíma vakta. Velja hvað vaktin nær yfir marga daga, vallisti

Vista. "Vista" hnappur verður virkur ef einhver breyting hefur átt sér stað.

 

 

Athugið að alltaf þar að vista áður en hægt er að fara á milli flipa í myndinni.

Ef gerð hefur verið breyting í einum flipa verða hinir óvirkir þar til búið er að vista eða ef hætt hefur verið við.

 

 

Svæði

Lýsing

Þarf að vera útfyllt

Vaktasett

Áður skilgreint nafn á vaktasetti valið úr lista.

Tími frá

Byrjunartími vaktasetts

Tími til

Endatími vaktasetts

Fjöldi daga

Yfir hve marga daga nær vaktasettið ( hvert miðnætti er einn dagur)

 

Áður gert

Vaktasett skilgreint

Tímar skráðir á vaktasett

 

Gátlisti - Hreinsa út tíma af vaktasetti

Veldu vaktasett úr vallista.

Veldu hnappinn í dálkinum "Skrá tíma á vaktasett".

 

Allir tímar hreinsast.

 

Fyrir hreinsun, sjá mynd.

 

 

Eftir hreinsun

 

Gátlisti - eyða tímum á vaktasetti

Veldu vaktasett úr vallista.

Veldu þann tíma sem á að eyða.

 

Smelltu á  hnappinn.

 

Smelltu á “Vista” hnappinn.

 

 

Áður gert

Vaktasett skilgreint

Tímar skráðir á vaktasett

Gátlisti - tengja vaktasett

Hakaðu við þá tegund vinnu sem viðkomandi vaktasett á að gilda fyrir.

Hakaðu við á mönnunardaga sem viðkomandi vaktasett á vera tengt við.

 

Í dæminu hér fyrir neðan gildir vaktasettið "ALM" fyrir almennar vaktir mönnunardagana "Virkir og "Helgar+helgidagar".

 

 

Vaktasett eru tengd við tegund vinnu og mönnunardag.

 

Áður gert

Vaktasett skilgreint

Tímar settir á vaktasett

Vaktasett tengt við tegund vinnu (og mönnunardag)

Gátlisti - aftengja vaktasett

Taktu hakið af þeim mönnunardögum sem ekki eiga að tengjast viðkomandi vaktasetti.

Vista. "Vista" hnappur verður virkur ef einhver breyting hefur verið gerð.

 

 

Efst á síðu