Stýringar á lengd og tíðni vakta í vaktalotu má skilgreina bæði fyrir alla á skipulagseiningu og einnig fyrir einstaka starfsmenn. Ef búið er að skilgreina vaktastýringu á ákveðnum starfsmanni þá yfirtekur hún þá stýringu sem er á skipulagseiningu.
Lengd og tíðni vakta er skilgreind niður á “Tegund vinnu”
Stýringar á lengdum og tíðni vakta eru notaðar þegar raðað er á vaktir, handvirkt og sjálfvirkt í vinnuborði vaktaáætlunar.
Einnig er þetta notað í vaktaóskum.
Vaktasmiðir.
Fyrir skipulagseiningu
Vinna -> Forsendur->Stýringar -> Vaktastýringar -> Vaktastýringar
Vaktastýringar á starfsmann eru settar í viðveruhlutanum Stund
Skilgreina hámarks- og lágmarkslengd og tíðni vakta.
Smella á Vista hnapp.
Lágmark. Lengd stystu vaktar skipulagseiningar í klst. Ábending kemur í vinnuborði ef sett er niður styttri vakt. Starfsmönnum geta ekki sett inn óskir um vaktir sem eru styttri.
Hámark. Lengd lengstu vaktar skipulagseiningar í klst. Ábending kemur í vinnuborði ef sett er niður lengri vakt. Starfsmenn geta ekki sett inn óskir um vaktir sem eru lengri.
Hámarksfjöldi vakta í lotu. Hámarksfjöldi vakta í lotu sem starfsmaður má taka á milli þess að hann fær 35 tíma hvíldina.
Óskir - fjöldi vakta í lotu. Ef hakað er við þessa stýringu getur starfsmaður ekki sett inn óskir um fleiri vaktir í lotu en tilgreint er í þessari stýringu.
Vista verður breytingar í hverjum flipa fyrir sig. Ekki er hægt að fara á milli flipa fyrr en búið er að vista breytingar (eða hætta við breytingar) í viðkomandi flipa.