Viðveruleit

Hver framkvæmir

Starfsmaðurinn sjálfur.

Tilgangur

Starfsmaður getur fundið út hvort samstarfsmenn séu stimplaðir inn eða hvort þeir séu skráðir fjarverandi.

Áður gert

Vera búinn að tengja starfsmann í VS

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið "Viðveruleit" .

 

Flipinn einföld leit:

Hægt að leita eftir nafni eða skipulagseiningu. Setja inn leitarskilyrði og smella á "Leita" hnappinn.

Birtir lista yfir inn- og útstimplanir þeirra starfsmanna sem uppfylltu leitarskilyrðin.

 

sjalfsthjonusta_vidveruleit_einfold_leit.gif

 

Flipinn Fjarvistir:

Birtir samþykktar fjarvistir starfsmanna fram í tímann. Ekki er hægt að sjá í hvers konar fjarvist viðkomandi starfmaður er skráður.

 

sjalfsthjonusta_vidveruleit_fjarvistir.gif