Hver innskráður starfsmaður hefur síðu með öllum upplýsingum um sig. Á henni má finna upplýsingar um starfshlutfall, sögu, vinnufyrirkomulag, hæfni og fleira. Starfsmaður getur ekki breytt þessum upplýsingum sjálfur.
Starfsmaðurinn sjálfur.
Svo starfsmaðurinn geti fylgst með upplýsingum um sjálfan sig.
Vera búinn að tengja starfsmann í VinnuStund
Velja Ég í sjálfsþjónustu.
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Nánar |
Ég -> Nánar |
Allar nánari upplýsingar um starfsmanninn eins og skammstöfun hans, auðkenni í klukku, vinnur hann vaktir o.fl. Hér er sett skráningarleyfi á starfsmenn sem stýrir því hvaða fjarvistategundir hann má skrá. Dæmi: Ef starfsmaður er með skráningarleyfi 1 má hann aðeins skrá fjarvistartegundir sem hafa það skráningarleyfi. Ef hann hefur skráningarleyfi 3 má hann skrá fjarvistategundir með skráningarleyfi 1 til 3. |
Hlutfall |
Ég -> Hlutfall |
Hvert er starfshlutfall starfsmannsins. |
Saga |
Ég -> Saga |
Breytingasaga úr starfmannakerfi. |
Vinnufyrirkomulag |
Ég -> Vinnufyrirkomulag |
Hvert er vinnufyrirkomulag starfsmannsins. |
Hæfni |
Ég -> Hæfni |
Eru skráðir hæfnisþættir á starfsmanninn og hverjir ef svo er. |
Aðgangur |
Ég -> Aðgangur |
Hversu mikinn aðgang hefur starfsmaðurinn. |
Stimpilklukkur |
Ég -> Stimpilklukkur |
Hvaða klukkur hefur starfsmaðurinn aðgang að. |
Rúllur |
Ég -> Rúllur |
Ef notandi gengur rúllu þá er hún skráð hér, á einungis við um vaktavinnumenn. |
Vaktastýringar |
Ég -> Vaktastýringar |
Allar upplýsingar um vaktir notandans, á einungis við um vaktavinnumenn. |
Utan vinnu |
Ég -> Utan vinnu |
Sá samningur sem starfsmaður gerir um hvenær hann vill ekki vera settur á vaktir, t.d. ekki vinna á fimmtudögum milli 19:00 og 22:00 vegna tómstunda. |
Vaktavinnuskil |
Ég -> Vaktavinnuskil |
Upplýsingar um stöðu á vinnuskyldu vaktavinnumanna. Skuldar vinnu eða hefur unnið of mikið. |
Yfirvinna |
Ég -> Yfirvinna |
Yfirvinnusamningar starfsmannsins. Hægt er að tengja yfirvinnusamninga á starfsmenn þar sem fram kemur hve mikla yfirvinnu á að senda til launakerfis. VinnuStund heldur því utanum alla yfirvinnu en sendir aðeins það sem fram kemur í yfirvinnusamningnum yfir til launakerfis. |
Síusamningar |
Ég -> Síusamningar |
Í síusamning er launategund blokkeruð þannig að ekkert á þessari launategund er send yfir til launakerfis. VinnuStund heldur samt utanum alla vinnu á þessari launategund. |
Önnur störf |
Ég -> Önnur störf |
Þessi flipi birtist eingöngu ef starfsmenn eru í fleiri en einu starfi eða hafa breytt um starf. Hér birtist sem sagt saga starfa viðkomandi starfsmanns.
|
Vinnuskil |
Ég -> Vinnuskil |
Upplýsingar um vinnuskil dagvinnumanna með sveigjanlegan vinnutíma. |
Upplýsingar vaktavinnumanna (Ég -> Nánar)
Efri fliparöndin birtist aðeins hjá vaktavinnumönnum. Til þess að fá hana upp er farið í Nánar og sett Já í svæðið Vinnur vaktir.
Upplýsingar dag- og tímavinnumanna (Ég -> Nánar)