Fyrning orlofs 2024

Samkvæmt kjarasamningum sem tóku gildi árið 2020 á allt orlof að fyrnast milli orlofsára frá og með árinu 2023, sbr. þessa grein:

A white background with black text
Description automatically generated

Gildistöku var frestað til 30.4.2024

 

Sveitarfélög og fyrirtæki  - Undanþága í formi þess að leyfa flutning nokkurra daga 

Hægt er að leyfa flutning nokkurra daga milli orlofsára, þ.e. undanskilja þá frá fyrningu.

Sami dagafjöldi gildir fyrir allt starfsfólk og miðast við starfshlutfall.

Dæmi: ef leyft er að flytja 5 daga þá flytjast 40 stundir fyrir fullt starf en 20 stundir fyrir 50% starf.

Hafa þarf samband við Advania til að setja þessa stillingu í kerfið.

 

Ríkisstofnanir og undanþága  til að flytja hluta leyfis

Óheimilt er að flytja orlof á milli ára samkvæmt orlofslögum og kjarasamningum (sjá 13. gr. orlofslaga og grein 4.6.1 í flestum kjarasamningum).

Þar af leiðandi fyrnist ótekið orlof eftir 30. apríl ár hvert.

Í kjarasamningum eru aftur á móti tilgreindar sérstakar heimildir til flytja ótekið orlof milli orlofsára (sjá grein 4.6.2. í flestum kjarasamningum).

Mikilvægt er að hafa í huga að heimildir til flutnings orlofs á milli orlofsára er undantekning frá lögum um orlof og kjarasamninga.

Á Mannauðstorgi ríkisins er að nánari upplýsingar og eyðublað fyrir skriflega beiðni yfirmanns og samkomulag um flutning orlofs á milli orlofsára.

Vakin er athygli á því að heimilt er að hámarki að flytja 30 daga á milli orlofsára.

Uppsafnað orlof getur því aldrei orðið meira en 60 dagar.

Orlof sem flutt er milli orlofsára fellur niður að loknu því orlofsári sem það er flutt yfir á.

Séu skilyrði um undanþágu til að flytja orlof (í heild eða hluta) uppfyllt og skriflegt samkomulag liggur fyrir þá er farið eftir leiðbeiningum um skráningu 

Orlofsstundir fyrnast í Vinnustund eftir 30. apríl ár hvert þannig að orlof sem flytja á milli orlofsára þarf að skrá inn frá og með 1. maí ár hvert  í Vinnustund.

 

Undanþága starfsfólks frá fyrningu vegna langtímafjarvista - Ath. gildir ekki fyrir ríkisstofnanir

Launafulltrúar geta skráð frestun fyrningar fyrir þau sem eru í langtímafjarvistum, t.d. vegna veikinda eða fæðingarorlofs.

Það er gert í Leyfismynd starfsfólks

Gildisdagsetning frestunar er valin, ef fresta á fyrningu nú í ár þá er valin dagsetningin 30.4.2024.

Ástæða er valin og skrá þarf skýringu.

Eftir að frestun er skráð birtist það í leyfismynd viðkomandi