Skrá upphafsstöðu leyfis

Hægt er að breyta upphafsstöðu leyfis til dæmis þegar starfsmaður byrjar í Vinnustund.

 

Hvar og hvernig gert

Fara í Starfsmenn -> Leyfi, velja starfsmann og smella á plúsinn í dálkinum Skráð staða - Til úttektar.

Hér er skráð inn upphafsstaða leyfis eða ef lagfæra þarf stöðu leyfis, mínus settur fyrir framan ef skrá á mínusstöðu.

 

 

 

 

Svæði

Skýring

Gildisdags

Gildisdagsetning, dagurinn í dag birtist sjálfkrafa.

Upphafsstaða úttektar (klst)

Hér er sett inn upphafsstaða úttektar í klukkustundum. Þegar t.d. starfsmenn koma nýir inn í kerfið þá er skráð hérna hve mikið þeir eigi inni/skuldi til úttektar af tiltekinni leyfistegund.

Skýring

Skýring á skráningu. Verður að vera útfyllt.