Í stýringum fyrir fæðisfé er hægt að skilgreina þá daga og tíma sem greiða á fæðisfé.
Tímabil viðveru sem fæðisfé er greitt á, eru skilgreind í kerfinu:
Regla fyrir fæðisfé er skráð á stofnun.
Fara í Stýringar->Fæðisfé og smella á + efst til hægri.
Þá opnast skjámynd með töflu yfir skilgreinda daga í kerfinu og tímabil viðveru v/matmálstíma.
Gefa þarf töflunni nafn við hæfi og því næst er smellt á alla reiti fyrir dagategund og tíma þar sem greiða skal fæðisfé.
Þegar smellt er á hnapp með rauðu x, breytist mynd í grænan hring með hvítu haki, þ.e.:
Ekki greiða fæðisfé
Greiða fæðisfé
Hér er dæmi þar sem mötuneyti er lokað um nætur og vaktavinnufólk á því að fá greitt fæðisfé á næturvöktum.
Hér er dæmi þar sem starfsfólk sem er við störf í hádeginu (11-14) á virkum dögum á að fá greitt fæðisfé.
Eftir að tafla yfir fæðisfé er vistuð birtist hún undir Stýringar->Fæðisfé.
Hægt er að tengja töflu við:
- stofnun, ef hún á að gilda fyrir alla á stofnuninni/fyrirtækinu.
- skipulagseiningu, ef tafla á að gilda fyrir eina eða fleiri skipulagseiningu en ekki alla stofnun.
- einstaka starfsmenn, ef tafla á að gilda fyrir einstaka starfsmenn.
Til þess að fæðisfé reiknist á starfsmann þarf alltaf að fara í Starfsmenn->Starfsmenn, velja Vinnufyrirkomulag og ganga úr skugga um að Fæðisfé sé Já.