Dæmi: Ef stytta á um 13 mín á dag ætti þá að stytta aðfangadag og gamlársdag um 6,5 mín hjá 50% starfsmönnum?
Þetta er útfærsluatriði sem þarf að ákveða á hverjum vinnustað (eða skoða með stéttarfélögum).
Ath. þó að ef "starfshlutfall stýrir" er notað, þá styttast þessir dagar eins og aðrir dagar hjá þeim sem eru í hlutastarfi.
Ekki er hægt að skrá vinnuskyldu á þann dag og setja allan daginn í mínus í viðveru. Kerfið leyfir það ekki auk þess sem það skapar villuhættu því líklegt er að það gleymist að skrá fjarvist á daginn og þar með græðir starfsmaður lengra orlof.
Vinnuskylda þessa dags þarf að dreifast á hina dagana þannig að þegar tekið er orlof þá jafnist það út á hina dagana.
Tillaga að vinnufyrirkomulagi þar sem styttingu er safnað í heilan dag aðra hvora viku, föstudegi í viku tvö er sleppt og vinnuskyldu þess dags dreift á hina níu dagana
Fjarvist sem skráð er hluta úr degi reiknat hlutfallslega upp í bæði viðveru og vinnuskyldu.
Ef starfsmaður er t.d. með viðveru upp á 7,2 (7:12) og vinnur í 4 tíma en er fjarverandi í 3,2 tíma, þá er hann búin að uppfylla meira en helming af viðverunni og einnig meira en helming af vinnuskyldunni.
Vinnustund reiknar þetta hlutfallslega og hefur alltaf gert ef viðvera og vinnuskylda er ekki sú sama, t.d. hjá þeim sem hafa verið með 7,92 vegna kaffitímasölu eða 9 tíma viðveru þar sem farið er heim í hádegi.
Það er sem sagt ekki horft á hvenær dagsins viðveran er stytt enda er vinnutíminn sveigjanlegur og því væri í raun hægt að skila vinnunni hvenær sem er yfir sólarhringinn.
Dæmi: Samið er um 13 mínútur á dag miðað við 100% starf. Hvað á að stytta hvern dag mikið hjá starfsfólki í 80% starfi?
Vinnustund býður ekki upp á að stytta um hluta úr mínútu. Það þarf því annað hvort að námunda að heilli mínútu eða stytta um mismargar mínútur eftir dögum.
Höldum áfram með dæmi um 80% starf
13 mínútur * 80% = 10,4 mínútur
10,4 * 5 = 52 mínútur
Hægt er að námunda og stytta hvern dag um 10 mínútur eða stytta t.d. 4 daga um 10 mínútur og 1 um 12 mínútur.
Ef vinnufyrirkomulag er t.d. tvær vikur og viðvera er misjöfn eftir vikum, t.d. ef styttingu er safnað saman og hún tekin út aðra hverja viku. Á þá að setja meðaltals viðveru í "viðvera á viku"?
Svar: Já, til þess að yfirvinna 1 og 2 reiknist rétt þá þarf að skrá meðaltalsviðveru.
Stytting er skráð jafnt alla daga með sveigjanlegum vinnutíma, 30 mínútur á dag. Hver dagur er með 8 stunda vinnuskyldu en 7,5 stunda viðveru.
Starfsmaður hefur samið um að taka styttingu út á föstudögum og hættir þá að loknum 5,5 tímum.
Ef skráð eru veikindi á mánudag til fimmtudags þá safnast ekki upp hálftími á dag á móti styttingu á föstudegi.
Hvernig á að skrá föstudaginn?
Advania leggur ekki mat á hvað er rétt og rangt í svona tilviki en ef litið er svo á að ekki eigi að myndast mínus í vikunni þá er ein leið að búa til fjarvistartegund sem hægt er að skrá á þessa 2 tíma sem vantar á föstudaginn.
Hér er sýnt hvernig unnið er upp í styttingu í venjulegri viku
Hér eru skráð veikindi og því vantar vinnu upp í styttinguna
Hægt er að fylla upp í föstudaginn með fjarvist í þessum dúr
1. Styttingu dreift jafnt á alla daga vikunnar, sjá dæmi nr. 1 hér.
2. Stytting skráð í vinnufyrirkomulag þegar á að taka hana út, t.d. einu sinni í viku eða með því að búa til vinnufyrirkomulag sem nær yfir meira en eina viku og skrá styttingu á t.d. tveggja vikna fresti.
3. Vinnufyrirkomulag óbreytt og búin til fjarvistartegund sem skráð er til að fylla upp í daginn þegar stytting er tekin.
Það er ekki hægt að nota starfshlutfall stýrir með launadreifingu.
Í launadreifingu er starfshlutfallið yfirleitt lægra en vinnuframlagið.
Þegar stýringin starfshlutfall stýrir er á vinnufyrirkomulagi þá minnkar Vinnustund vinnuskyldu og styttingu hlutfallslega útfrá starfshlutfalli. Það er því ekki hægt að hafa vinnuframlagið hærra en starfshlutfall.