Stytting vinnuviku

Nýr vinnutími (stytting vinnuvikunnar) – Dagvinnumenn

1. Vinnufyrirkomulag

Vinnuskylda breytist ekki í samningunum, fullt starf telst enn vera 40 tímar á viku.

Viðvera (viðveruskylda) í 100% starfi verður vinnuskylda mínus styttingin.

 

Vinnutími starfsfólks í fullu starfi styttist að lágmarki um 13 mínútur á dag en að hámarki um 4 stundir á viku.


Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma

Dæmi 1 - Viðvera í fullu starfi er stytt um 13 mín á dag

Vinnuskylda í 100% starfi verður áfram 8 stundir. Viðveran verður 7 stundir og 47 mín.

 

 

Ef um hlutastarf er að ræða þá er styttingin sett inn á sama hátt.


Önnur leið til styttingar í hlutastarfi er að halda viðveru óbreyttri en hækka starfshlutfall starfsmanns.

Ef sú leið er farin þá þarf samt að skipta um vinnufyrirkomulag en í stað þess að stytta viðveru þá þarf að lengja vinnuskyldu.

 

Hægt að útbúa eitt vinnufyrirkomulag sem gildir fyrir alla dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma sem vinna jafnlengi alla virka daga óháð starfshlutfalli.

Þá þarf að passa þegar verið er að nýskrá vinnufyrirkomulagið að starfshlutfallssvæði á að vera tómt:

 

 

Vinnufyrirkomulagið er skilgreint fyrir 100% starf og svo sér Vinnustund um að hlutfalla bæði vinnuskyldu og viðveru miðað við starfshlutfall starfsmanna.

Athugið að ef styttingin er ekki sú sama hjá öllum þá þarf eitt slíkt vinnufyrirkomulag fyrir hverja styttingu, þ.e. eitt fyrir 13 mínútur, annað fyrir 48 mínútur og fleiri þar á milli ef við á.

Sjá nánar um Starfshlutfall stýrir hér.

 

Dæmi 2 - Viðvera í fullu starfi er stytt um 13 mín á dag – starfshlutfall stýrir

 

 

Dæmi 3 - Viðvera í 80% starfi – starfshlutfall stýrir

Starfsmaður í 80% starfi er settur á vinnufyrirkomulagið NýrVinnut. Þá verður til vinnutími frá 8:00-14:13 eftir styttingu, vinnuskyldan verður 6 stundir og 24 mínútur.

 

 

Ekki er hægt að nota starfshlutfall stýrir ef vinnutíminn er ekki eins alla daga, t.d. ef starfsmaður er í 50% starfi og vinnur allan mánudag, allan þriðjudag og ½ miðvikudag.

Dagvinnumenn með fastan vinnutíma og dagvinnumenn með vinnuskyldu utan dagvinnumarka

Dagvinnumaður með fastan vinnutíma hefur ekkert svigrúm varðandi sinn vinnutíma, það er ætlast til þess að hann sé við vinnu á tilteknum tíma dagsins.

En það er samt hægt að stytta viðverutímann hans á sambærilegan hátt og dagvinnumanns með sveigjanlegan vinnutíma.

 

Dæmi 4 - Viðvera í hlutastarfi er stytt um 10 mín á dag

 

 

Sama gildir fyrir dagvinnumenn með vinnuskyldu utan dagvinnumarka.

2. Orlof og aðrar fjarvistir

Ávinnsla orlofs miðast áfram við 40 stundir á viku, alls 240 stundir í ávinnslu á ári í fullu starfi. Þegar orlof er skráð á starfsmann þá miðast úttekt við vinnuskyldu, ekki viðveru.

Heill dagur reiknast því sem 8 stundir í orlofi en ekki 7:47.

Sama gildir fyrir aðrar fjarvistir sem skráðar eru, heill dagur í fjarvist reiknar 8 stundir en ekki 7:47.

3. Hvað þarf að gera?

Launafulltrúar á hverjum stað þurfa að framkvæma eftirfarandi:

4. Hvað ef styttingin er ekki tekin út á hverjum degi?

Hvað ef styttingin er tekin út annan hvern föstudag?

Það þýðir að á tveggja vikna tímabili vinnur starfsmaður í 100% starfi 8 stundir í 9 daga og er þá kominn með 9 * 13 mínútur eða 1 klukkustund og 57 mínútur umfram viðveruskylduna. Þær umframstundir getur starfsmaðurinn nýtt á föstudeginum og þarf því aðeins að skila 5 stundum og 50 mínútum þann dag.