VinnuStund heldur utan um tíma- og fjarvistaskráningar starfsmanna ásamt því að vera tæki til að skipuleggja vinnutíma þeirra.
VinnuStund er sérhannað af Advania og hentar það íslenskum aðstæðum einkar vel. Við hönnun kerfisins hefur verið kappkostað að taka mið af íslenskri vinnulöggjöf án þess að það bitni á nauðsynlegum sveigjanleika við skipulagningu vakta.
Kerfið er tengt við starfsmanna- og launakerfi.
Kerfið er tvískipt; Stund(viðveruhluti) á vef, aðgengilegt öllum með skilgreindan aðgang í kerfinu og vefrápara (Tímaskráningarhluti og sjálfsþjónusta) og Vinna(vaktahluti) sem er þunnur Windows biðlari sem hefur samband við miðlara hjá rekstraraðila.