Nýtt viðmót

Í útgáfu 2.0.0 kemur nýtt viðmót á VinnuStund.

Hér fyrir neðan er lýsing á útlitsbreytingum.

 

1.1. Almennt

1.2. Tilgangur og markmið

1.3. Samantekt breytinga

2.    Viðmót/skjámyndir

2.1. Upphafsmynd

2.2. Vinnumyndirnar

2.2.1 Skráningagluggar í tímafærslumyndum

2.3 Vallistinn

2.4 Nýir flipar

2.5 Aðgerðahnappar

2.6 Þýðing á ensku í sjálfsþjónustu

2.7 Sjálfsþjónusta

2.8 Nýtt 'popup' dagatal

2.9 Ný tákn

 

 

1 Inngangur

1.1 Almennt

Notendaviðmót viðveruhluta Vinnustundar, er uppfært í útgáfu 2.0 af kerfinu.

 

1.2 Tilgangur og markmið

Markmið verksins er að gera Vinnustund notendavænni ásamt því að leysa vandamál með fellilista í haus VinnuStundar og gera sjálfsþjónustu kerfisins þýðanlega á ensku. Önnur markmið eru að gera sjónrænt ráp (e. navigation) um kerfið aðgengilegra og að gefa VinnuStund nýtt og ferskt útlit í takt við það sem gengur og gerist á vefnum í dag.

 

1.3 Samantekt breytinga

 

2. Viðmót/skjámyndir

Hér eru svipmyndir af nýja viðmóti Vinnustundar.

 

2.1 Upphafsmynd

Hnapparnir úr hausnum hafa verið

fjarlægðir og nú er birtur texti sem

lýsir aðgerðinni.

 

         nytt_vidmot_lysing_04_01.gif

Vallistinn hefur verið færður vinstra megin á sîðuna. Meginástæða þess er að gera sjónrænt ráp í Vinnustund þægilegra og fljótlegra. Með þessu er einnig meira samræmi í rápinu, þ.e. ekki stundum í haus og til hliðar.

 

                            

2.2 Vinnumyndirnar

Í vinnumyndum kerfisins er aðeins um að ræða breytingu á litum, hnöppum og myndum, uppsetning myndanna er sú sama og áður.

 

 nytt_vidmot_lysing_05_01.gif

 

            nytt_vidmot_lysing_05_02.gif  

 

Þegar vinnumyndirnar eru breiðar er settur sá möguleiki að loka vallistanum og þar með nýta allt plássið á skjánum fyrir vinnumyndina. Til þess er smellt á litla ör sem er efst í vinstra horni vinnusvæðis:

 

nytt_vidmot_lysing_06_01.gif

 

Allt svæðið er þá nýtt í vinnumyndina og til að birta vallistan aftur er smellt aftur á örina.

 

nytt_vidmot_lysing_06_02.gif

 

                            

2.2.1 Skráningagluggar í tímafærslumyndum

Nýskráningargluggar fyrir aukatíma, tímaskráningu og vakt hafa verið færðir úr sér gluggum og inn í tímafærslumyndirnar. Ástæðan fyrir þessu var krafan um að hafa tímafærslugögn fyrir framan sig þegar verið er að nýskrá færslur svo ekki þurfi að flakka fram og til baka til að sjá hvað á að skrá.

Vinnuleiðir 'Yfirfara > Tímar', 'Tímafærslur > Tímafærslur' og 'Tímafærslur' í sjálfsþjónustu: Þegar smellt er á 'Aukatími', 'Tímaskráning' eða 'Vakt' opnast nýskráningargluggi fyrir ofan yfirlitið.

 

nytt_vidmot_lysing_07_01.gif

 

Þetta á einnig við ef smell er á + merkið inn í yfirlitinu. Smellt á 'Loka' hnapp til að loka skráningarsvæðinu.                      

Vinnuleið 'Yfirfara > Tímar dagur': Þegar semllt er á eitthvert af + merkjunum inn í yfirlitinu opnast skráningargluggarnir fyrir neðan það nafn sem við á.

 

nytt_vidmot_lysing_08_01.gif nytt_vidmot_lysing_08_02.gif

 

2.3 Vallistinn

 

 

Svona lítur fellilistinn út þegar hann er
opinn fyrir yfirflokk og einn
undirflokk. Undirflokkarnir birtast á
ljósgráu svæði með ör fyrir framan.


nytt_vidmot_lysing_09_01.gif

Svona lítur fellilistinn út þegar þegar
ráp tréð er einu stigi dýpra, þ.e.
undirflokkar eru undir
undirflokkunum. Þá vísar ör við efri
undirflokkana niður textinn er
feitletraður. Framan við undir-
undirflokkana er grönn ör.


nytt_vidmot_lysing_09_02.gif

 

 

                            

2.4 Nýir flipar

Nýtt útlit á flipunum. Gerðir rúnaðir til að vera betur afmarkaðir. Ef nýskrá möguleiki er til staðar í vinnuleið flipa er letrið á honum dekkra.

 

nytt_vidmot_lysing_10_01.gif

 

2.5 Aðgerðahnappar

Nýtt útlit á aðgerðahnöppum (s.s. nýskrá, skrá tímafærslu, skrá fjarvist o.fl.). Hnapparnir settir í afmarkað grátt svæði og lítið tákn birt með ('+' fyrir innsetningu gagna og ' – ' fyrir eyðslu gagna).

 

2.6 Þýðing á ensku í sjálfsþjónustu

Neðst í vallistanum er myndir af íslenska og breska fánanum. Með því að smella á breska fánann þýðist kerfið yfir á ensku. Til að fá íslensku aftur er smellt á íslenska fánann. Tungumálaval helst á notanda og þegar hann skráir sig næst inn í kerfið birtist það á því tungumáli sem hann valdi síðast. Þess ber að geta að ef notandi hefur aðgang að verkbókhaldi er þýðingin ekki virk.

 

nytt_vidmot_lysing_10_02.gif

 

 nytt_vidmot_lysing_11_01.gif nytt_vidmot_lysing_11_02.gif

 

         nytt_vidmot_lysing_12_01.gif

 

2.7 Sjálfsþjónusta

 

       nytt_vidmot_lysing_12_02.gif

 

2.8 Nýtt 'popup' dagatal

 

      nytt_vidmot_lysing_13_01.gif

 

2.9 Ný tákn

 

Tákn

Aðgerð

Athugasemd

 

Breyta

 

nytt_vidmot_lysing_13_02.gif

Til baka

Flytur notanda á fyrri skjámynd

 

Til baka î lista

Ef notandi kemur î skjámynd frá lista táknar þetta
flutning til baka î listann sem komið er úr

Nýskrá

Ef möguleiki er að nýskrá gögn. Þetta tákn er

einnig notað með texta, dæmi:

Fletting

 

Ýmislegt

Fletting î gögnum, áfram og afturábak

 

Littlu hnapparnir endurgerðir