Yfirmenn geta skoðað verkefnalista hjá sinni skipulagseiningu.
Listinn lýsir þeim verkefnum sem yfirmaður skipulagseiningar þarf að sinna í viðveruhlutanum.
Verkefni á verkefnalista geta haft þrjár stöður: Óskoðað, í bið og fela. Ný verkefni koma inn á listann með stöðuna ‘Óskoðað’. Yfirmaður getur sett verkefni í stöðuna ‘Í bið’ ef það er atriði sem skoða þarf betur áður en yfirmaður tekur afstöðu til verkefnisins. Yfirmaður getur sett verkefni í stöðuna ‘Fela’ þegar hann er búinn að taka afstöðu til verkefnisins og búinn að skrá eða leiðrétta það sem verkefnið segir til um. Ekki fara öll verkefni sjálfkrafa af verkefnalistanum þegar yfirmaður bregst við verkefni en því er lýst hér að neðan.
Þegar búið er að gera launabunka fyrir skipulagseiningu þá eru öll verkefni skipulagseiningarinnar sem enn eru á verkefnalistanum í stöðunni ‘Óskoðað’ sett í stöðuna ‘Fela’. Undantekning frá þessu er leyfisósk starfsmanns.
Hægt er að velja þá tegund verkefna sem skoða á úr vallistanum Tegund eða velja autt og þá koma öll verkefni.
Í dálkinum Velja er hægt að haka við ákveðin verkefni og eyða. Það er gert með því að velja færslur og smella síðan á "Eyða" hnappinn.
Hægt er að velja allar færslur með því að smella á hlekkinn "Velja allar".
INN – Lýsir því hvernig verkefnin koma inn á verkefnalistann.
ÚT – Lýsir því hvernig verkefnin fara út af verkefnalistanum.
1. Leyfisósk:
INN: Þegar starfsmaður setur fram leyfisósk í viðverukerfinu kemur hún strax inn á verkefnalistanum.
ÚT: Þegar leyfisósk er uppfærð þá er verkefninu eytt af verkefnalista.
2. Stimplun skráð utan vinnu:
INN: Kemur inn á verkefnalistann í keyrslu í grunni að nóttu til. Kerfið tékkar á því hvort starfsmaður hafi stimplað sig inn en ekki átt vakt/vinnutíma skilgreindan á deginum. Kemur inn á verkefnalistann tveim dögum eftir að starfsmaður stimplaði sig inn án þess að eiga vakt/vinnutíma. Starfsmaður hefur þá einn dag til að fara yfir tímafærsluna og leiðrétta ef mistök voru í stimplun, t.d. ef starfsmaður er að vinna á tveim skipulagseiningum og stimplaði sig óvart inn á skipulagseiningu B þó hann hafi verið að vinna á skipulagseiningu A.
ÚT: Eyðing í næturvinnslu ef stimplun er komin til launa eða vnnutími kominn bak við stimplun.
3. Stimplun vantar á vinnutíma:
INN: Kemur inn á verkefnalistann í keyrslu í grunni að nóttu til. Kerfið tékkar á því hvort það vanti stimplun á starfsmann fyrir tveim dögum síðan ef hann hefur átt vakt/vinnuskyldu. Starfsmaður hefur þá einn dag til að setja inn tímafærslu áður en verkefnið kemur inn á verkefnalista yfirmanns.
ÚT: Þessu verkefni er eytt út í næstu keyrslu eftir að tímafærslu er skráð.
4. Mæting í fjarveru:
INN: Kemur inn á verkefnalista yfirmanns daginn eftir að mæting í fjarveru á sér stað. Verkefni er keyrt inn í verkefnalista í keyrslu í grunni að nóttu til.
ÚT: Eytt út í næturvinnslu ef stskarar ekki lengur fjarvist.
5. Ólesnar athugasemdir v/tímafærslu:
INN: Þegar starfsmaður setur inn athugasemd á sínar tímafærslur þá verður sjálfkrafa til verkefni í verkefnalista þess efnis.
ÚT: Verkefninu er eytt út af verkefnalistanum leið og athugasemdin er móttekin/lesin af yfirmanni.
6. Ólesnar athugasemdir v/vaktar:
INN: Þegar starfsmaður setur inn athugasemd á sína vakt þá verður sjálfkrafa til verkefni í verkefnalista þess efnis.
ÚT: Verkefninu er eytt út af verkefnalistanum leið og athugasemdin er svo er móttekin/lesin af yfirmanni.
7. Kostnaðarstað tímafærslu breytt:
INN: Þegar yfirmaður annarrar skipulagseiningar kostnaðarfærir tímafærslu á aðra skipulagseiningu fær yfirmaður þar það sem verkefni í sinn verkefnalista.
ÚT: Eytt þegar færsla er farin til launa.
8. Kostnaðarstað vaktar breytt:
INN: Þegar yfirmaður annarrar skipulagseiningar kostnaðarfærir vakt á aðra skipulagseiningu fær yfirmaður þar það sem verkefni í sinn verkefnalista.
ÚT: Eytt þegar færsla er farin til launa.
9. Stimplun lengri en 16 tímar:
INN: Þegar stimplun starfsmanns fer yfir 16 tíma.
ÚT: Eytt ef stimplun er ekki lengur 16 klst eða farin til launa
Verkefnalistinn er alltaf keyrður einu sinni á sólarhring.