Útreikningur vaktavinnuskila í Vinnu

Uppgjörstímabil í Stund  eru ekki alltaf eins og vaktatímabil í Vinnu.

 

Útreikningur vaktavinnuskila

1. Staða vaktavinnuskila starfsmanns frá því síðast var sent til launa lesin úr Stund.

2. Reiknuð út vinnuskyldu starfsmanns frá þeim degi sem síðast var sent til launa fram að lokadegi vaktaáætlunar.

3. Dregnar eru frá samþykktar vaktir yfir sama tímabil.

4. Staðan úr lið 1 er lögð við niðurstöðuna úr lið 3.

 

Dæmi um útreikning vaktavinnuskila á vaktaáætlun

 

vaktavinnuskil_í_summuglugga.gif

 

Dálkar í summuglugga:

1. Sl.áætlun - staða vaktavinnuskila í lok síðustu vaktaáætlunar (-02:49)

2. Staða vaktavinnuskila í lok þessarar áætlunar (08:26)

3. +/- á núverandi áætlun.

4. Almennar vaktir á þessari áætlun.

 

Áætla stöðu vaktavinnuskila fyrir vaktaáætlun

Í þessu dæmi er vaktaáætlun fyrir tímabilið 30.3.-10.5.

Starfsmaður er í 80% starfshlutfalli.

Síðasti launabunki fór til launa 15.2.

 

Athugið að staða vaktavinnuskila er í mínútum í Vinnu en í hundraðshlutum í Stund.

 

vaktavinnuskil_í_summuglugga.gif

 

Finna áætlaða stöðu vaktavinnuskila í upphafi áætlunar, dálkur númer 1 á mynd

Úr Stund er lesin staða vaktavinnuskila frá því síðast var sent til launa, sem í þessu tilfelli var 15.02.

Staðan þá var 10.5 (í hundraðshlutum).

 

vaktavinnuskil_síðast_sent_til_launa.gif

 

Reiknuð út vinnuskylda starfsmannsins frá 16.2 - 29.3. Í þessu dæmi er starfsmaðurinn í 80% starfi, vinnuskyldan er því 192 tímar.  

Samþykktar vaktir á þessu tímabili eru 189 tímar.

 

Mismunur á unnum vöktum og vinnuskuldu  er því -3 tímar (vantar uppá til að ná vinnuskyldunn).

Stöðunni í vaktavinnuskilum bætt við , staðan 30.3. er því   7:30 tímar ( -3 + 10,30)

 

Finna áætlaða stöðu vaktavinnuskila í lok vaktatímabils, 10.5. í þessu tilfelli. Dálkur númer 2 á mynd.

Vinnuskylda á tímabilinu er 192 tímar (hvíta talan í dálkinum).

Samþykktar vaktir á tímabilinu eru 185 tímar.

Staða vaktavinnuskila í upphafi áætlunar er 7,30 tímar.

 

Áætluð staða vaktavinnuskila í lok áætlunar er því 30 mínútur (185-192 + 7,30), sjá dálk númer 2.

 

Áætluð staða vaktavinnuskila á þessari áætlun, dálkur númer 3

Vinnuskylda á vaktatímabilinu er 192 tímar.

Samþykktar vaktir á tímabilinu eru 185 tímar.

 

Staða vaktavinnuskila yfir þetta tímabil er -7 tímar ( 185-192 ), sjá dálk númer 3.

 

Samþykktar vaktir á vaktatímabili, dálkur númer 4

Samþykktar vaktir yfir tímabilið eru 185 tímar, það eru 96.4% af vinnuskyldunni.