Vaktavinnuskil halda utan um vinnuskil vaktavinnumanna. Þegar bunki er gerður í Vinnustund er vinnuskylda starfsmanna gerð upp fyrir viðkomandi uppgjörstímabil.
Reiknað er út hver vinnuskyldan er útfrá starfshlutfalli og hún birt í dálkinum "Vinnuskylda (klst.). Vaktir fyrir sama tímabil eru reiknaðar saman og birtar í dálkinum "Unnið (klst.)". Mismunur á þessum dálkum er svo birtur í dálkinum "Staða". Ef staðan er í mínus þá er skuld í vinnuskilum en ef hún er í plús hefur verið unnið of mikið.
Um leið og bunki verður til verður til ný færsla í vaktavinnuskilum vaktavinnumanna og staðan uppfærð.
Hægt er að skoða vaktavinnuskil starfsmanns í Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn "Vaktavinnuskil".
Vinnuskylda vaktavinnumanna fer eftir því hvaða stýringar eru settar á vinnufyrirkomulag hans.
Vinnuskylda vaktavinnumanna í dagvinnu/vaktavinnumanna sem vinna ekki rauða daga: ( virkir dagar á tímabili / 5 * hlutfall / 100 * FjVinnustundirViku ) |
Vinnuskylda vaktavinnumanna: (dagafjöldi á tímabili / 7 * hlutfall / 100 * FjVinnustundirViku ) |
Í töflunni hér fyrir neðan er sýnt hvernig vinnuskyldan er reiknuð út miðað við helgidagafrí, bætingu og vinnufyrirkomulag.
Vinnufyrirkomulag |
Helgidagafrí |
Bæting greidd |
Vinnskylda |
|
Alm vaktavinnumaður |
Já – (aukafrídagar) |
Já / Nei / ‘ ‘ |
Vinnuskylda vaktavinnumanna |
Ekki greidd bæting / greitt álag á helgidögum skv. reglu |
Alm vaktavinnumaður |
Nei |
Já |
Vinnuskylda vaktavinnumanna |
Bæting / yfirvinna |
Alm vaktavinnumaður |
Nei |
Nei |
Vinnuskylda vaktavinnumanna í dagvinnu |
Engin bæting greidd / yfirvinna greidd
á bætingard |
Alm vaktavinnumaður |
Nei |
Autt |
Vinnuskylda vaktavinnumanna |
Engin bæting greidd / yfirvinna greidd
á bætingard |
Vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga |
Á aldrei að hafa helgidagafrí en fær ekkert reiknað þó svo sé |
Aldrei á að vera neitt skráð í bæting greidd |
Vinnuskylda vaktavinnumanna í dagvinnu |
Aldrei greidd bæting / |
Dagvinnumaður á vöktum
|
Á aldrei að hafa helgidagafrí en fær ekkert reiknað þó svo sé |
Aldrei á að vera neitt skráð í bæting
greidd |
Vinnuskylda vaktavinnumanna í dagvinnu |
Aldrei greidd bæting / |