Hér er viðhaldið stýringum sem gilda fyrir skipulagseiningar stofnana.
Stýringarnar eru tvískiptar :
Stýringar fyrir ofan flipamyndir á skjámynd gilda einnig fyrir stofnun.
Flipamyndir geyma stýringar fyrir skipulagseiningar.
Ef sömu stýringar eru til bæði fyrir stofnun og skipulagseiningu þá gilda þær stýringar sem skilgreindar eru fyrir skipulagseiningu.
Launafulltrúar, yfirmenn í VinnuStund.
Til að fá ítarlegri upplýsingar um skipulagseiningar, svo sem hvort stimplun stýri útreikningi og hversu mikið leyft frávik frá vinnuskyldu er í klukkustundum.
Fara í Stýringar -> Skipulagseining. Hrinda af stað leit að skipulagseiningu. Velja skipulagseiningu til að skoða hana nánar. Eftirfarandi aðgerðir er hægt að framkvæma á skipulagseiningum.
Gátlisti: (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Stýringar -> Skipulagseining |
Finna skipulagseiningu sem skoða á nánar
|
|
Stýringar -> Skipulagseining -> Breyta |
Hægt er að breyta eftirfarandi stýringum á skipulagseiningu:
|
|
Stýringar -> Skipulagseining -> Tímamerkingar->Nýskrá |
Skipulagseining getur skráð merkingar til að undirflokka tímafærslur starfsmanna. Hægt er síðan að taka yfirlit yfir tíma eftir tímamerkingum út í skýrslum.
|
|
Stýringar -> Skipulagseining -> Tímamerkingar -> Breyta |
Breyta tímafærslumerkingum á skipulagseiningu
|
|
Stýringar -> Skipulagseining -> Valvaktir |
Bæta við vaktategundum í VinnuStund |
|
Stýringar -> Skipulagseining -> Stimpilklukkur -> Senda í klukku |
Þessi aðgerð sendir upplýsingar allra starfsmanna sem tengdir eru skipulagseiningu í skilgreinda stimpilklukku. |
Finna skipulagseiningu(Stýringar->Skipulagseining)
Velja þá skipulagseiningu sem skoða á nánar með því að smella á nafn hennar í lista.
Ef engin leitarskilyrði eru sett í leit þá birtast allar skipulagseiningar.
Breyta stýringum skipulagseiningar(Stýringar->Skipulagseining->Breyta/Nýskrá)
Leyft frávik frá vinnuskyldu í klst.
Segir til um hve marga tíma starfsmaður má flytja með sér á milli tímabila.
T.d. ef vinnuskylda starfsmanns er 160 tímar á mánuði og leyft frávik er 20 tímar þá mætti hann skila 140 tímum og flytja 20 tíma með sér yfir í næsta tímabil. Gildir aðeins fyrir starfsmenn með sveigjanlegan vinnutíma.
Stimplun stýrir útreikningi
Ef stimplun ræður útreikningi þá eru skil á útreikningi, álag (vaktaálag, aukatímar o.s.frv.) og yfirvinna reiknuð út eftir stimplunum.
Yfirmaður þarf að samþykkja alla vinnu.
Ef skipulagður vinnutími stýrir útreikningi á vinnuframlagi þá eru skil á útreikningi, álag (vaktaálag, aukatímar o.s.frv.) og yfirvinna reiknuð út eftir vaktaplani þegar það er samþykkt en ekki þegar stimplanir berast.
Yfirmaður þarf að samþykkja yfirvinnu starfsmanna.
Leyft frávik frá stimplun í mín. - Frávik fyrir innstimplun - sveigjanlegur vinnutími
Frávikið er sá tími fyrir og eftir upphaf og lok vinnutíma sem starfsmenn hafa til að stimplun teljist sem rétt mæting.
Hægt er að setja inn eftirfarandi stýringar:
Leyft frávik fyrir innstimplun í mín - vaktav og föst dagvinna
Leyft frávik eftir innstimplun í mín - vaktav og föst dagvinna
Leyft frávik fyrir útstimplun í mín - vaktav og föst dagvinna
Leyft frávik eftir útstimplun í mín - vaktav og föst dagvinna
Frávik fyrir innstimplun í mín - sveigjanlegur vinnutími
Stimplunarfrávik er einnig hægt að skrá niður á starfsmann í flipanum Nánar í Starfsmenn->Starfsmenn.
Tegund uppgjörstímabils
Í upphafi er sjálfgefin tegund uppgjörstímabils stofnunar tengd við allar skipulagseiningar stofnunar. Ef rétt tegund uppgjörstímbils er ekki tengd við skipulagseininguna þá þarf að breyta þessari stýringu.
Vaktaóskasýn
Hér er hægt að stýra því hvort starfsmenn sjái eingöngu sínar vaktaóskir eða hvort þeir sjái einnig vaktaóskir annarra starfsmanna á skipulagseiningunni.
Starfsmaður má skrá aukatíma
Hér er hægt að stýra því hvort starfsmenn innan skipulagseiningar hafi leyfi til að skrá aukatíma.
Starfsmaður má haka í útköll
Hér er hægt að stýra því hvort starfsmenn innan skipulagseiningar hafi leyfi til að útkallsmerkja tímafærslur.
Vinnuskil sýnileg starfsmanni í sjálfsþjónustu
Hér er hægt að stýra því hvort starfsmenn skipulagseiningar sjái vinnuskilin sín.
Starfsmaður má skrá/skoða merkingar tímafærslna
Hér er hægt að stýra því hvort starfsmenn skipulagseiningar sjái merkingu tímafærslna.
Vaktaóskasýn
Allir - starfsmaður sér óskir allra starfsmanna á skipulagseiningu þegar hann setur inn óskir í sjálfsþjónustu.
Einn - starfsmaður sér aðeins sínar eigin óskir þegar hann setur inn óskir í sjálfsþjónustu.
Starfsmaður má breyta vakt
Ef já þá má starfsmaður breyta sínum vöktum í sjálfsþjónustu í Stund. En hann getur hvorki eytt né nýskráð vaktir.
Þegar starfsmaður breytir vakt verður til athugasemd til yfirmanns á vaktina sem segir að vakt hafi verið breytt af starfsmanni.
Punktastaða sýnileg starfsmanni
Ef já þá er punktastaða vegna vaktaóska sýnileg í sjálfsþjónustu.
Ef nei sést punktastaða vegna vaktaóska ekki í sjálfsþjónustu, sjálfgefið gildi. Punktastaðan er sýnileg yfirmanni.
Nýskrá eða breyta tímamerkingar (Stýringar -> Skipulagseining -> Tímamerkingar-> Nýskrá eða Breyta)
Skipulagseining getur skráð merkingu til að undirflokka tímafærslur starfsmanna. Hægt er að taka yfirlit yfir tíma eftir tímamerkingum (Skýrsla -> Merkingar).
Eingöngu starfsmenn viðkomandi skipulagseiningar geta skráð þessar tímamerkingar.
Smellt er á Nýskrá hnappinn neðst til hægri til að nýskrá tímamerkingu.
Smellt er á blýantinn til að breyta tímamerkingu sem til er fyrir.
Nýskrá eða breyta stimpilkukku / Senda í klukku(Stýringar -> Skipulagseining -> Stimpilklukkur -> Nýskrá eða Breyta/Senda í klukku)
Ef allir starfsmenn skipulagseiningar hafa ekki verið sendir í klukku þá birtist hlekkurinn "Senda auðkenni stm í klukku" . Með því að smella á þennan hlekk eru auðkenni allra starfsmanna skipulagseiningar send í klukku skipulagseiningar.
Í stýringum stofnunar er stýring sem heitir "Senda auðkenni starfsmanns í klukku við tengingu". Ef það er sett sem "Já" þá er auðkenni starsmanns sjálfkrafa sent í klukku um leið og hann er tengdur við VinnuStund. Þetta er aðeins hægt að nota ef auðkenni í klukku er kennitala starfsmanns. Ástæðan er sú að sjálfgefið auðkenni í upphafi er kennitala. Þegar starfsmaður er tengdur við VinnuStund og send á auðkenni í klukku um leið, þá er það því kennitalan sem send er.
Valvaktir (Stýringar->Skipulagseiningar->Valvaktir)
Sjálfkrafa eru eftirfarandi vaktir tengdar við skipulagseiningu:
AL - almennar vaktir
YF - yfirvinnuvaktir
BA - bakvaktir
BU - bundnar vaktir
Til þess að VinnuStund meðhöndli aðrar vaktategundir úr kerfinu þarf að tengja þær sérstaklega inn í VinnuStund.
Það
er gert með því að velja flipann Valvaktir, smella þar á táknið
. Þá opnast skráningargluggi þar sem
haka þarf við þær vaktategundir sem á að nota og smella á Vista hnappinn.
Sía á kostnaðarstaði
Hér er hægt að setja inn þær skipulagseiningar sem starfsmönnum skipulagseiningar er leyfilegt að kostnaðarfæra á.
Ef ekkert er skráð þá er leyfilegt að kostnaðarfæra á allar skipulagseiningar.
Ef smellt er á í hægra horni flipamyndar þá opnast skráningargluggi
þar sem þær skipulagseiningar sem leyfilegt er að kostnaðarfæra á eru
fluttar úr töflunni "Allar skipulagseiningar" yfir í töfluna
"Valdar skipulagseiningar".