Símastimplun - leiðbeiningar

Símastimplun í VinnuStund

Hægt er að leyfa starfsmönnum að stimpla sig inn með því að hringja í símastimplunarnúmer. Áður en hægt er að skrá símastimplunarnúmer þarf að vera búið að stofna innhringinúmer.

 

Skrá klukku

Áður en hægt er að halda áfram þarf að ganga úr skugga um að símastimplunarnúmer sé skráð hjá Advania. Hafið samband við Vinnustundarhóp hjá Advania til að ganga úr skugga um að svo sé.

 

1. Velja Stýringar -> Stofnanir/Fyrirtæki .

2. Viðkomandi svið/deild er valið og ýtt á Símastimplun, klukkan sem stofnuð var hér fyrir ofan ætti að birtst.

 

image224.gif

 

Smella á "Skoða nánar"

 

3. Hér eru svo upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa leyfi til að nota símastimplun og úr hvaða númeri þeir mega hringja úr.

 

image225.gif

 

a. Starfsmaður: hvaða starfsmaður má hringja úr viðkomandi númeri, ef „Fyrir alla starfsmenn“ er valið, þá geta allir starfsmenn stofnunar hringt úr viðkomandi númeri.

Ath ef „Fyrir alla starfsmenn“ er valið þarf að skrá inn auðkenni en ef stakur starfsmaður er valinn þá þarf ekki að gera það.

 

b. Innhringinúmer: símanúmer sem hringt er úr, það getur verið fyrirtækja/stofnananúmer eða gsm númer (ath verðskrá símafyrirtækis).

 

c. Tímabil, ekki þarf að skilgreina lok tímabils, en það þarf að tilgreina frá hvaða degi númerið virkar.

 

d. Listi yfir skráð símanúmer.