Hér er birt veikindaskráning og veikindaréttur niður á starf eitt ár aftur í tímann út frá við viðmiðunardegi.
Hægt er að fá skýrslu um veikindaréttindi starfsmanns eða veikindaréttindi vegna barna.
Hægt er að leita eftir skipulagseiningum, nafni og kennitölu.
Skráning og réttur vegna vinnuslysa er birtur í svigum.
Ef starfsmaður hefur skipt um starfshlutfall á tímabilinu eru bæði birt og yfir hvaða tímabil þau ná.
Upplýsingar um svæði:
Svæði |
Skýring |
Starfshlutfall |
Starfshlutfall starfsmanns yfir tímabilið og gildistími. Ef starfsmaður hefur skipt um starfshlutfall á tímabilinu þá eru öll birt. Aftast er birt skammstöfun á því hvernig starfsmaðurinn er skilgreindur t.d. DV = Dagvinnumenn á vöktum, VV=Vaktavinnumaður, DD=Dagvinnumaður |
Starfsaldur |
Starfsaldur í mánuðum út frá því sem skráð er í starfsaldur til veikinda. |
Skráning talin í dögum |
Fjöldi skráðra veikindadaga yfir tímabilið. Skráning vegna vinnuslysa er birt í sviga. |
Réttindi í dögum |
Veikindaréttur starfsmanns í dögum. Réttur vegna vinnuslysa er birtur í sviga. |
Réttindi í dögum ef vinnnuslys |
Þessi réttindi eiga eingöngu við ef um vinnuslys er að ræða. Samanlagður réttur úr dálkinum fyrir framan "Réttindi í dögum" |
Önnur störf |
Ef starfsmaður er í öðrum störfum á tímabilinu birtast þau störf í þessum dálki. |
Nánar |
Þegar smellt er á Nánar táknið birtast allar veikindaskráningar viðkomandi starfsmanns á tímabilinu þar sem fram kemur hvað hver skráning er margir vinnudagar og vinnuskylda upp í fjarveru fyrir hverja skráningu. |