Skýrslur - Staða leyfis

Birtir upplýsingar um stöðu valinnar tegundar leyfis miðað við valda dagsetningu.

 

Hægt er að leita eftir skipulagseiningu, nafni, dagsetningu og valinni tegund leyfis.

 

Hægt er að taka út stöðu á öllum leyfistegundum fyrir ákveðna skipulagseiningu.

 

Einnig er hægt að taka út skýrslu fyrir alla starfsmenn stofnunar/fyrirtækis fyrir ákveðna leyfistegund eða allar.

 

Þeir starfsmenn sem hafa aðganginn Yfirmaður í VinnuStund geta keyrt skýrsluna fyrir allar þær skipulagseiningar sem viðkomandi starfsmaður hefur aðgang að.

 

Ef hakað er við "Með núllstöðu" þá birtast einnig starfsmenn með núllstöðu.

 

Ef ekkert er valið nema tegund leyfis og dagsetning þá skilar skýrslan ítarlegum leyfisupplýsingum en hún fer í vinnslubiðröð þar sem hún er keyrð utan dagtíma. Þegar skýrslan hefur verið keyrð þá er farið í vinnslubiðröðina og valið ‘Lokið’ í stöðu og ýtt á ‘Leita’. Til þess að skoða skýrsluna er smellt á Excel-táknið fyrir skýrsluna

 

skyrslur_stada_leyfis.gif

 

Upplýsingar um svæði:

 

Svæði

Skýring

Staða leyfis

Staða leyfistegundar miðað við valda dagsetningu.

Ávinnsla

Ávinnsla leyfis frá byrjunardagsetningu ávinnslu og til valinnar dagsetningar.

 

 

Skýrsla fyrir alla starfsmenn stofnunar/fyrirtækis

 

Hægt er að taka út skýrslu fyrir alla starfsmenn stofnunar/fyrirtækis fyrir hverja leyfistegund eða fyrir allar leyfistegundir.

Það er gert með því að setja "%" merki í nafn og velja tegund leyfis/Allar leyfistegundir.

Hægt er að miða við ákveðna dagsetningu, bæði liðna og fram í tímann.

 

Ef það er staða á starfsmanni sem er hættur þá birtist hann í þessari skýrslu, dálkurinn skipulagseining er auður.

Ef hakað er við "Með núllstöðu" birtast aðeins hættir starfsmenn ef þeir hafa stöðu á leyfi.

 

Athugið að þessi skýrsla fer í vinnslubiðröð og er keyrð utan dagvinnutíma. Það er því hægt að nálgast hana í vinnslubiðröð daginn eftir.

 

 

stada_leyfis_allir.gif

 

 

stada_leyfis_skildabod.gif

 

 

Skýrslan birtir svæðin:

 

 

 

Skýrslan fer fyrst í bið í vinnslubiðröð (Uppgjör->Vinnslubiðröð)

 

stada_leyfis_allir_i_bid.gif

 

Til að nálgast skýrsluna eftir keyrslu er valið "Lokið" í staða til að fá upp þær keyslur sem er lokið.

Aftast til hægri í línu er Excel tákn. Smelltu á það til að opna skýrsluna í Excel.

 

skyrslur_stada_leyfis_lokid.gif