Skýrslan birtir samþykkta og uppgerða tíma yfir ákveðið tímabil ásamt meðaltali per mánuð.
Hægt er að leita eftir skipulagseiningu/ nafni/ kennitölu.
Tilgreina þarf ákveðna launategund eða velja Allar. Ef allar launategundir eru valdar þarf að tilgreina skipulagseiningu/nafn/kennitölu
Tilgreina þarf dagsetningu til og fjölda mánaða.
Reikniformúlan fyrir meðaltal launategundar er þannig:
Meðaltal launategundar = ((Vinnuskylda/vinnuskylda – orlofstímar) * gildi launategundarinnar sem um ræðir)/Fjöldi mánaða
Dæmi:
Þannig að ef á 12 mánaða tímabili:
vinnuskyldan = 660 klst.
útteknir orlofstímar = 84
launagildi fyrir t.d. launategundina vaktaálag I = 340,34
Þá er útreikningurinn (660/660-84)*340,34 = 389,973 sem er þá gildið sem notað er í meðaltalsútreikninginn.
389,34/12mánuðum = 34,5 tímar í vaktaálag I á mánuði.
Orlofstímarnir eru teknir með inn í (sem hækkar þá launategundagildið) vegna þess að þessi skýrsla hefur verið notuð þegar um langtímaveikindi er að ræða og þá á að greiða meðaltal launategundarinnar miðað við orlof líka.
Ef við skoðum skýrsluna Fjarvistir þá skilar sú skýrsla annarri tölu í orlofstíma og það er vegna þess að inn í þá útreikninga eru álagstímarnir dregnir frá.
Hér er verið að taka tillit til þess að ef starfsmaður hefði ekki tekið orlof á tímabilinu þá væri valin launategund hærri.
Upplýsingar um svæði:
Svæði |
Skýring |
Vinnuskylda |
Vinnuskylda starfsmannsins yfir tímabilið. |
Orlofstímar |
Fjöldi orlofstíma sem skráðir eru á starfsmann yfir tímabilið. |
Summa |
Samþykktir og uppgerðir tímar starfsmanns yfir tímabilið. |
Meðaltal launategundar (á mán) |
Meðaltal launategundar á mánuði yfir tímabilið. Meðaltal launategundar = ((Vinnuskylda / (Vinnuskylda - Orlofstímar)) * Valin launategund) / Fjölda mánaða. |