Þessi skýrsla birtir fjarvistarskráningu starfsmanna niður á fjarvistartegund.
Athugið að aðeins eru birtar fjarvistir sem annaðhvort eru samþykktar eða farnar til launa.
Hægt er að leita eftir skipulagseiningu, nafni, fjarvistategund, kyni, starfshlutfalli og tímabili.
Haka þarf við "Kyn" og "Starfshlutfall" ef þau svæði eiga að koma í skýrsluna.
Hægt er að velja eina eða fleiri skipulagseiningar og eina eða fleiri fjarvistartegundir.
Hámarksfjöldi skipulagseininga sem velja má er stilltur í uppsetningu á kerfinu.
Hægt er að fá skýrsluna með samtölu per starfsmann (tímar í hundraðshlutum) eða birta allar fjarvistarfærslur starfsmanna á völdu tímabili.
Upplýsingar um svæði:
Svæði |
Skýring |
Fjarvist upp í vinnutíma |
Það sem skráð er upp í viðveru starfsmanns, skilgreint í vinnufyrirkomulagi |
Reiknaðir tímar |
Skráð orlof upp í vinnuskyldu, þ.e. það sem dregið er af orlofsréttindum. |
Dæmi úr myndinni hér að ofan:
Vinnuskylda starfsmanns er 8.0 tímar en viðveran 7.92.
Fjarvist upp í vinnutíma = 7.92 per dag
Reiknaðir tímar = 8.0 per dag (það sem dregið er af orlofsréttindum).
Bakvaktir:
Skráning fjarvista á t.d. bakvaktir telst með í fjarvistum en ekki í reiknuðum tímum.
Í myndinni hér að neðan er fyrsta og síðasta línan skráning á bakvaktir, annars vegar orlof og hins vegar veikindi.