Skýrslan birtir fjölda stöðugilda fyrir valin starfsheiti yfir valið tímabil.
Stöðugildin eru ekki reiknuð út frá stimplun heldur stöðugildi(skv.hlutfalli) - fjarvera.
Skýrslan er oft notuð fyrirfram til að sjá mönnun, t.d. um sumartíma þegar orlof, barnseignafrí, langvarandi veikindi eru komin inn en engar stimplanir.
Hægt er að velja eina eða fleiri skipulagseiningar.
Velja þarf upphafsdagsetningu sem verður að vera mánudagur.
Setja þarf inn vikufjölda.
Velja þarf starfsheiti, hægt er að velja mörg starfsheiti úr vallistanum með því að halda niðri Ctrl takkanum og velja.
Gefin eru upp
heildarfjöldi stöðugilda yfir tímabilið
fjöldi viðverustöðugilda yfir tímabilið
fjöldi fjarverustöðugilda yfir tímabilið (hve mörg stöðugildi vantar)