Skýrsla með yfirliti yfir stýringar starfsmanns sem voru virkar á ákveðinni gildisdagsetningu. Stýringarnar eru allar í flipanum "Nánar".
Hægt er að birta lista af starfsmönnum m.v. skipulagseiningu, nafn, kennitölu, vinnutímaskipulag.
Þær stýringar/stillingar starfsmanns sem hægt er að birta á skýrslunni eru sýndar í valsvæðinu „Birta“ og notandinn velur þær stýringar sem hann/hún vill fá yfirlit yfir með því að flytja þær í hægra valsvæðið með örvunum.