Þessi skýrsla birtir greidda tíma starfsmanna niður á launategund.
Hægt er að leita eftir skipulagseiningu, nafni, kennitölu, fjarvistartegund og uppgjörstímabili.
Skýrsla tekur á greiddum tímum per launategund. Hér er verið að skoða gögn
úr bunkum sem hafa verið sendir til launakerfis. Einungis er hægt að leita
eftir uppgjörstímabilum.
Einn dálkur birtist fyrir hverja launategund. Í leitarskilyrðum er hægt að velja eina ákveðna launategund eða allar launategundir.
Hægt er að velja um það hvaða dálkar birtast undir valinni launategund.
Færslur miðast við greidda tíma úr bunkum á völdu tímabili.
Svæði |
Skýring |
Nafn |
Nafn lesið úr starfsmanna- eða launakerfi. |
Kennitala |
Kennitala lesin úr starfsmanna- eða launakerfi. |
Nr. starfs |
Númer starfs lesið úr starfsmanna- eða launakerfi. |
Byrjunardagsetning |
Byrjunardagsetning starfs, lesið úr starfsmanna- eða launakerfi. |
Starfshlutfall |
Starfshlutfall á starfi yfir valið tímabil |
Vinnuskylda |
Vinnuskylda starfsmannsins yfir tímabilið. |
Orlofstímar |
Fjöldi orlofstíma sem skráðir eru á starfsmann yfir tímabilið. |
Summa |
Greiddir tímar starfsmanns yfir tímabilið. |
Meðaltal launategundar (á mán) |
Meðaltal launategunda á mánuði yfir tímabilið. Meðaltal launategundar = ((Vinnuskylda / (Vinnuskylda - Orlofstímar)) * Valin launategund) / Fjölda mánaða. |