Launafulltrúar
Gera leiðréttingar á tímafærslum starfsmanna sem sendar hafa verið til launakerfis.
Athugið að ekki er hægt að bakfæra X-merktar færslur (færslur sem hefur verið hafnað).
Veldu yfirábyrgðarsviðið Tímafærslur og þar undir Tímafærslur eða Yfirfara tímar.
Settu inn tímabil skráningar sem á að leiðrétta.
Smelltu á Leita hnappinn.
Smelltu á
táknið fyrir aftan þá færslu sem á að leiðrétta.
Þá birtist gluggi með útreikningi tímafærslunnar.
Smelltu á hlekkinn "Bakfæra tímafærslu" til að bakfæra tímafærsluna (T).
Ef bakfæra á vinnutímann er smellt á hlekkinn "Bakfæra vinnutíma" (V). Oftast nægir að bakfæra tímafærsluna, það þarf aðeins að bakfæra vinnutímann ef hann er rangur.
Smelltu á bakfæra hnappinn í bakfærslumyndinni.
Þegar búið er að bakfæra þær færslur sem eru rangar er síðan hægt að setja inn rétta skráningu.