Myndin yfirfara tímar er notuð til að yfirfara og samþykkja tímafærslur starfsmanna yfir valið tímabil.
Skýring á því sem birt er í dálkum í yfirlitsmyndinni.
Heiti dálks | Skýring |
Nafn | Nafn starfsmanns úr starfsmanna/launakerfi |
Kennitala | Kennitala úr starfsmanna/launakerfi |
Nr. starfs | Númer starfs úr starfsmanna/launakerfi |
Vinnuskylda | Vinnuskylda (vaktir/vinnutími) í klukkustundum yfir valið tímabil |
Launategundir (klst) | Tímafjöldi sundurliðaður niður á launategund |
Staða tímafærslu(klst) | Tímafjöldi sundurliðaður niður á stöðu tímafærslu. Tímafærslur og vinnutími, bæði talin með. |
Samþykkja | Ef eitthvað er ósamþykkt er þetta hlekkur í yfirfara tímar hjá viðkomandi starfsmanni. |
Hér er nánari útskýring á því sem er á bakvið "Ó" og "S" í "Staða tímafærslu" hjá sveigjanlegum starfsmanni.
Í dálkinum "Ó" eru 56.46 tímar og í "S" dálki -56 tímar.
S-dálkurinn
Á bakvið -56 tíma í S dálkinum er samþykktur vinnutími og tímafærslur (sjá mynd af tímafærslum á bakvið summutölurnar hér fyrir neðan).
Samþykktur vinnutími er 10*-8 = -80 tímar (vinnutími er mínus tala í útreikningi).
Samþykktar tímafærslur eru 3*8 = 24 tímar.
-80 + 24 samtals -56 tímar .
Ó-dálkurinn
Í dálkinum "Ó" eru 56.46 tímar
Á bakvið þá tölu er ósamþykktur vinnutími og ósamþykktar tímafærslur.
Í þessu dæmi er enginn ósamþykktur vinnutími. Ósamþykktar tímafærslur eru samtals 64.86 (samþykktar tímafærslur í útreikningi).
Það sem tekið er með í útreikning er það sem er inni í rauða kassanum í myndinni.