Ef reikna á stimplun sem útkall þarf að merkja hana sérstaklega.
Það er gert með því að opna tímafærsluna og haka við svæðið ''Útkall', smella á "Vista" hnapp.
Sjá mynd hér fyrir neðan.
Eftir að tímafærsla hefur verið merkt sem útkall birtist hún blá í tímafærslumyndum eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Endurtekin útköll:
Á reiknireglu (á kjarasamningi starfsmanns) er tilgreint hvað greiða eigi marga tíma fyrir útkall.
Á myndinni hér fyrir neðan er bakvakt frá 08:00 - 00:00, á henni eru fjögur útköll. Samkvæmt myndinni hér fyrir neðan greiðast að lágmarki tveir tímar fyrir útkall.
Fyrsta útkall - 12:09 - 12:25
Fyrir þetta útkall greiðast tveir tímar eins og sjá má í reikniforsendum, 12:09 -14:09.
Annað útkall - 17:45 - 17:57
Fyrir þetta útkall greiðast tveir tímar eins og sjá má í reikniforsendum, 17:45 -19:45.
Þriðja útkall - 18:56 - 19:11
Fyrir þetta útkall er ekkert greitt þar sem það lendir innan útkallsins á undan, 17:45 -19:45.
Fjórða útkall - 20:13 - 20:30
Fyrir þetta útkall eru ekki greiddir tveir tímar þó færslan sé útkallsmerkt.
Astæðan er sú að lágmarksgreiðslutími næst ekki frá byrjun síðasta útkalls, sem er 18:56 og að þessu útkalli sem hefst 20:13. Það er því greitt samfellt frá síðasta útkalli sem lauk 19:45.
Reglan sem notuð er:
Í endurteknum útköllum sem liggja það nálægt hvert öðru í tíma að lágmarksgreiðslutíma næsta útkalls á undan er ekki lokið, þegar hið næsta hefst, þá á að greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrst útkalls til loka þess síðasta. Þetta á við um útköll hvort sem starfsmaður er á bakvakt eða ekki.
Lágmarksgreiðslutími í útkalli er skilgreindur í yfirvinnu-reiknireglum og bakvaktar-reiknireglum, svæðið heitir "Tímafjöldi útkalls".