Skrá fjarvist yfir tímabil - vaktavinnumenn

Ef skrá á fjarvist á vaktavinnumenn yfir tímabil er hægt að gera það á tvo vegu.

 

1. Skrá fjarvist yfir tímabil, vaktir til fyrir.

2. Skrá fjarvist yfir tímabilið, engar vaktir  til þannig að Vinnustund býr til og setur niður "meðaltalsvaktir" sem eru vaktir sem fylla upp í vinnuskylduna.

 

Skrá fjarvist yfir tímabil, vaktir til fyrir

Smella á hnappinn .

Skrá inn tímabil sem skrá á fjarvist á í dagsetning stimplunar.

Veldu fjarvistategund úr vallista.

Vista.

 

Fjarvistir skráðar á þær vaktir sem eru til á völdu tímabili.

Athugið að tímasvæðin eiga að vera auð (svæðin skráð inn og út).

 

skra_fjarvist_yfir_timabil_vaktir.gif

 

Skrá fjarvist yfir tímabili - meðaltalsvaktir

Smella á hnappinn .

Skrá inn tímabil sem skrá á fjarvist á í dagsetning stimplunar.

Veldu fjarvistategund úr vallista.

Vista.

 

skra_fjarvist_timabil_medaltal.gif

 

Þegar smellt er á "Vista" birtist skilaboðagluggi þar sem fram kemur vinnuskyldan yfir valið tímabil og að búnar verði til vaktir sem fylla upp í vinnuskylduna.

 

popup_medaltalsvakir_vinnuskylda.gif

 

Smellt á "OK" og "meðaltalsvaktir" settar niður á móti fjarvistinni. Þessar vaktir sem Vinnustund býr til kallast "meðaltalsvaktir" og eru auðkenndar með (M) fyrir aftan vinnutímann.

Meðaltalsvaktir eru eingöngu settar niður ef engin vakt er til á völdu tímabili, það má heldur engin vakt skara valið tímabil.

Ef ekkert gerist þegar smellt er á "OK" þá er líklega einhver vakt til á tímabilinu.

 

medaltalsvaktir_i_timafaerslumynd.gif