Starfsmaður, yfirmaður.
Gefa starfsmönnum og yfirmönnum aðgang til að skoða önnur störf starfsmanns sem hefur verið lokað.
Starfsmaður verður að eiga lokuð störf í starfsmanna- launakerfi.
Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns og því tímabili sem skoða á tímafærslur yfir. Velja starfsmanninn sem skoða á tímafærslur hjá. Smella svo á flipann "Önnur störf".
Flipinn "Önnur störf" birtist aðeins ef viðkomandi starfsmaður á önnur störf í starfsmanna/launakerfi. Í þennan flipa er listi yfir önnur störf starfsmanns. Í sjálfsþjónustu eru starfsnúmerin hlekkir í öll starfsnúmer viðkomandi starfsmanns. Með því að smella á hann auðkennist fólk inn í kerfið á eldra starfsnúmeri og þau gögn sem tilheyra því verða sýnileg.
Yfirmenn/launafulltrúar sjá eingöngu lista yfir störfin, enga hlekki.
Athuga: Það þarf samt að velja dagsetningar sem passa við gögnin sem verið er að skoða.
Einnig er hægt að skoða lokuð störf óháð dagsetningum.
Í sjálfsþjónustu er flakkað er á milli starfa með því að smella á viðkomandi starfsnúmer. Til að fara tilbaka í núverandi starf er smellt á það starfsnúmer. Nýjasta starfið er alltaf efst í listanum. Dagsetningarnar segja til um það hvenær viðkomandi starf er í gildi.