Hér er hægt að fá lista yfir þá sem eru á vöktum, öðrum en almennum vöktum.
Hægt er að leita eftir
Tegund vinnu, þ.e. hvers konar vakt er um að ræða.
BA - bakvakt
BU - bundin vakt
YF - yfirvinnuvakt
GV1 - Gæsluvakt 1
GV2 - Gæsluvakt 2
ST - Staðarvakt
Ef ekki er hakað við neina ákveðna tegund vinnu þá koma allar tegundir vinnu fram í listanum.
Ef t.d. á aðeins að fá fram þá sem eru á bakvöktum, þá er hakað við BA.
Vaktalínur,hægt að velja í listann starfsmenn með ákveðna hæfniþætti. Ef t.d. valið er LSH.Hjúkrun barna þá koma fram í listanum allir starfsmenn sem skilgreindir eru með þennan hæfniþátt.
Nafn, hægt er að velja starfsmenn eftir nafni, nóg er að setja byrjun á nafni.
Skipulagseining, velja ákveðna skipulagseiningu, þá koma aðeins fram þeir starfsmenn sem þar vinna og uppfylla önnur leitarskilyrði.
Birta, hægt er að velja um að birta þá sem eru á vakt, eða þá sem eru stimplaðir inn.
Tímabil, það tímabil sem leita á eftir.
Athugið að svæðin vaktlínur, nafn eða skipulagseining mega ekki öll vera auð. Eitthvað af þeim verður að vera útfyllt.
Athugið að leitin skilar að hámarki 1000 færslum.
Útprentun vaktalista
Hægt er að prenta út vaktalista með því að smella á táknið. Prentaratáknið birtist eftir að smellt hefur verið á Leita hnappinn.
Vaktalistar fluttir í exel
Hægt er að setja flytja listann út í exel skjal með því að smella á táknið sem birtist þegar smellt hefur verið á Leita hnappinn.