Tvær aðferðir eru mögulegar við útreikning á vinnuframlagi starfsmanna.
1) Vinnutími stýrir útreikningi á vinnuframlagi
Ef vakt ræður útreikningi þá er vaktaálag, aukatímar og annað sem tengist vaktinni sjálfri reiknað út eftir vaktaplani þegar það er samþykkt.
Skrá þarf inn alla vinnu umfram vinnuskyldu (t.d. yfirvinnu) og yfirmaður þarf að samþykkja þá vinnu.
2) Stimplun stýrir útreikningi á vinnuframlagi
Ef stimplun ræður útreikningi þá eru skil á útreikningi, álag (vaktaálag, aukatímar o.s.frv.) og yfirvinna reiknuð út eftir stimplunum.
Yfirmaður þarf að samþykkja alla vinnu.
Á skipulagseiningu er valin hvor aðferðin er notuð við útreikning vinnuframlags. Þannig er sama aðferð notuð fyrir alla starfsmenn skipulagseiningar.
|
Stofnanir geta skilgreint frávik frá stimplunum. Frávikið er sá tími fyrir og eftir upphaf og lok vinnutíma sem starfsmenn hafa til að stimplun teljist sem rétt mæting. Í myndinni hér fyrir neðan er frávikið skilgreint sem 15 mínútur. Hægt er að setja mismunandi frá fyrir og eftir innstimplun og fyrir og eftir útstimplun.
|
Frávik er hægt að setja á stofnun (stýringar->stofnun), skipulagseiningu (stýringar-> skipulagseining) eða á starfsmanninn sjálfan (Starfsmaður->flipinn "Nánar").