Útreikningur og launategundir

Helgidagafrí = nei ( áður kallað greiðsluregla) Bæting = já

 

Starfsmenn frá greidda yfirvinnu fyrir vinnu á sérstökum frídögum.

Ef starfsmaður á frí á sérstökum frídögum (á mán - fös eða laugardag fyrir páska) eru honum greiddir 8 aukatímar (miðað við starfsmann í fullu starfi) á yfirvinnu, svokölluð bæting.

 

Ef starfsmenn eru í hlutastarfi þá er bætingin greidd hlutfallslega miðað við það. Tímafjöldi bætingar miðað við fullt starf er skráð á kjarasamning.

 

Sjá nánar í töflu hvenær bæting er greidd.

 

helgidagafriNei.gif

 

Kaffitímar (aukatímar á hverja vakt) ganga alltaf upp í vinnuskyldu ef starf er minna en 100%.

Ef skráð er < 100% starf og kaffitímar greiddir sem viðbót þá er niðurstaðan eins og í dálki C í töflunni hér fyrir ofan.

Stórhátíðardagur 24.12. og 31.12. frá 00:00 - 08:00 eru eins og aðrir virkir dagar.

 

 

Helgidagafrí = Já (áður kallað Helgidagafrí)

Starfsmenn fá greitt vaktaálag fyrir vinnu á sérstökum frídögum og frí í 88 klst/ári (m.v. starfsmann í fullri vinnu allt árið)

Talað er um þessi réttindi sem helgidagafrí.

Ávinnslutímabilið er frá 1.janúar - 31.desember og er hlutfallslegt fyrir hvern mánuð 7,33 klst. á mánuði. Engin bæting er reiknuð.

 

Sjá töflu:

 

HelgidagafriJa.gif

 

Kaffitímar (aukatímar á vakt) ganga alltaf upp í vinnuskyldu ef starf er minna en 100%.

Ef skráð er <100% starf og kaffitímar greiddir sem viðbót er niðurstaðan eins og í dálki C í töflunni hér fyrir ofan.