Í VinnuStund er orlofsávinnslan reiknuð niður á starf, hlutfallslega miðað við starfshlutfall.
Ef starfsmaður er í fleiru en einu starfi þá safnast ávinnslan á hvert starf fyrir sig, út frá starfshlutfalli. Úttekt orlofs er þá skráð á hvort starf fyrir sig.
Hér á eftir er tekið dæmi um starfsmann sem er í tveimur störfum, annað starfið er á bið þar sem viðkomandi starfsmaður leysir af í öðru starfi yfir sumarið. Fer svo aftur í sitt upprunalega starf um haustið.
Aðalstarf:
Aðalstarfið er sett í bið þann 22.03.2009. Ávinnsla orlofs er því til 22.03.2009.
Orlofsinneignin/ávinnslan helst á þessu starfi.
Tímabundið starf:
Byrjunardagsetning aukastarfs hefst þann 23.03.2009. Ávinnsla orlofs í því starfi hefst því þann dag og lýkur þegar það starf er sett í bið eða því lokað.
Þar sem ávinnslan er niður á starf þá á ávinnslan sér stað á tveimur stöðum (báðum störfunum).
Ef sameina á ávinnsluna á eitt starf þegar tímabundna starfinu lýkur þarf að gera það handvirkt.
Þegar tímabundna starfinu lýkur þarf að taka orlofsávinnsluna af því starfi , skráð í dálkinn Greitt út í leyfismynd starfsmanns,
og flytja yfir
á aðalstarfið. Það er gert með því að skrá í dálkinn Skráð ávinnsla
í
leyfismynd starfsmanns.