Frysting leyfa

Til að hraða lestri á leyfisstöðu eru gögn eldri en 2ja ára sett í summutöflu.

 

Við lestur á leyfum og ávinnslu þá er eldri staða lesin úr summutöflu en síðustu ár reiknuð út. Ef eldri ár eru ekki til í summutöflu þá er allt reiknað eins og áður.

Í Eldri tímabil í leyfismynd  er birt (S) fyrir aftan færslur sem eru í summutöflu. Ef ávinnsla er skoðuð er einnig birt (S) fyrir aftan færslur sem lesnar eru úr summutöflu.

 

Ekki er hægt að skrá eða bakfæra fjarvist tengda leyfi á tímabil sem komið er í summutöflu.