Fara yfir brot á lágmarkshvíld

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, starfsmannadeild.

 

Tilgangur

Til að hægt sé að fylgjast með að starfsmenn fái sinn hvíldartíma.

 

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið yfirfara, aðgerðina hvíldartímar.

Þegar verið er að yfirfara brot á hvíldartíma kemur upp valmynd þar sem birtur er listi yfir þá sem hægt er að skrá hvíld á.

 

A - Vinna samfellt í meira en 24 klst.

B - Vinna umfram 16 klst. samkvæmt byrjun á skipulögðum/venjulegum vinnudegi.

C - Ná ekki 11. klst. samfelldri hvíld.  

D - Ná ekki 35 stunda hvíld á viku.

 

Hægt er að velja eftir skipulagseiningu, kennitölu eða starfsnúmeri.

Velja þarf tímabil og tegund brots sem á að yfirfara.

Smella síðan á Leita hnappinn.

 

yfirfar_hvildartima_leitarskilyrdi.gif

 

Ef valið er tímabil er aðeins hægt að velja 32 daga í einu en ef leitað er eftir kennitölu þá er hægt að fá niðurstöður fyrir allt að eitt ár.

 

 

 

 

Birtar eru tillögur að hvíldartímabrotum. Skrá þarf brotin til að starfsmaður eignist rétt, einnig er hægt að hafna brotum. Yfirmaður getur samþykkt eða hafnað brotum sem eru innan við eins árs. Aðeins launafulltrúi getur átt við brot sem eru eldri en eins árs.

 

yfirfara_hvildartima_dalkur_samthykkt.gif

 

Til að skoða tímafærslur nánar skal smella á T-takn.gif hlekkinn.

 

Til að skrá/hafna hvíldartímabroti á starfsmann er smellt á plús táknið í dálkinum Skráður réttur.

 

Til að skoða skráð brot starfsmanns á tímabilinu er smellt  á S táknið í dálkinum Skráðir tímar á tímab.

 

Yfirmaður verður að taka afstöðu til þess hvort starfsmaðurinn eigi að fá réttinn eða ekki. Ef ekkert er skráð þá eignast starfsmaðurinn engan rétt og ekki heldur ef brotinu er hafnað.