Ef stofnanir eru með einhvern hóp starfsmanna sem setja þarf á auðkenni í klukku (t.d. í upphafi þegar kerfið er tekið í notkun) þá er hægt að setja þessar upplýsingar í textaskrá sem síðan er lesin inn í kerfið. Í skjámyndinni hér að neðan er tekið fram hvaða upplýsingar þurfa að koma fram og hvernig skráin eigi að líta út.
Textaskrárnar eru síðan lesnar inn í kerfið.
Þetta er gert til að minnka handavinnu við að tengja hvern og einn starfsmann við auðkenni í klukku. Sérstaklega hugsað fyrir þær stofnanir sem nota ekki kennitölur sem auðkenni.