Hvíldartímareglur í VinnuStund eru fjórar:
1. Lengd vinnutíma (ein stimplun) á bilinu 16 til 24 klst (B brot)
2. Lengd vinnutíma (ein stimplun) yfir 24 klst (A brot)
3. Lágmarkshvíld 11 tímar innan sólarhrings (C brot)
4. Lágmarkshvíld 35 tímar á viku (D brot) - aðeins ábending
Hér á eftir er skilgreint hvernig Vinnustund á að reikna til að finna þessi hvíldartímabrot.
1. Lengd vinnutíma er > 16 tímar og <= 24 tímar
Vinna umfram 16 klst. Hafi starfsmaður unnið samtals meira en 16 klst. á einum sólarhring, þ.e. hverjum 24 klst., miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, án þess að ná 8 klst. samfelldri hvíld, skal starfsmaður undantekningarlaust fá 11 klst. samfellda hvíld að lokinni vinnu, án frádráttar á þeim launum sem hann annars hefði fengið. Frítökuréttur, 1,5 klst. (dagvinna) safnast upp fyrir hverja klst. sem unnin var umfram 16 klst.
Fyrir alla starfsmenn óháð vinnutímaskipulagi er stimplun lesin.
Stimplun /leiðrétt stimplun er notuð.
Fundnar þær stimplanir sem eru á bilinu 16 – 24 tímar að lengd.
Áunninn hvíldartími er þá: (lengd_stimplunar – 16) * 1,5
Dæmi:
13.05.2005 08:00 14.05 2005 02:00 Lengd vinnutíma 18 tímar
=> Áunnir hvíldartímar 2 * 1,5 = 3 tímar
2. Lengd vinnutíma > 24 tímar
Aukinn frítökuréttur vegna samfelldrar vinnu umfram 24 klst. Í þeim sérstöku undantekningartilvikum að starfsmaður vinni samfellt fullar 24 stundir, skal frítökuréttur aukast þannig að hver heil stund umfram 24 veitir frítökurétt sem er 1,8% lengri en sá frítökuréttur sem næsta stund á undan gaf.
Fyrir alla starfsmenn, óháð vinnutímaskipulagi, er stimplun lesin.
Stimplun/leiðrétt stimplun notuð.
Fundnar þær stimplanir sem er > 24 tímar að lengd.
Áunninn hvíldartími er þá:
Frá 16 – 24 8 * 1,5
Frá 24 – 25 klst 1 * 1,5 * 1,018
Frá 25 – 26 klst 1 * 1,5 * 1,018 * 1,018
Frá 26 – 27 klst 1 * 1,5 * 1,018 * 1,018 * 1,018
o.s.frv.
Dæmi:
28,6 tímar => heiltölugildið er 28 tímar
X = 28 – 24 = 4
Z = 0,6
(8 * 1,5) + (1*1,5 * 1,018 ) + (1* 1,5 * 1,018↑2) + (1 * 1,5 * 1,018 ↑ 3) + (1 * 1,5 * 1,018↑4) + (0,6 * 1,5 * 1,018↑5)
12 + 1,527 + 1,554 + 1,582 + 1,611 + 0,9839 = 19,26 (2 aukast)
3. Lágmarkshvíld 11 tímar innan sólarhrings
Almenn skilyrði frítökuréttar. Hafi stjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn sé til að starfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klst. lágmarkshvíld er náð, skapast frítökuréttur, 1½ klst. (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist.
“Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld”.
Nái starfsmaður ekki 11 klst samfelldri hvíld skal reikna (11 klst – samfelld hvíld) * 1,5
Vandamálið hér er fyrst og fremst að skilgreina hver er byrjun vinnudags hjá:
Vaktavinnufólki á þeim dögum sem það á ekki vinnuskyldu (almenna vakt)
Dagvinnumönnum á þeim dögum sem þeir eiga ekki vinnuskyldu (á t.d. við um helgar)
Lausn:
Miða á við næstu almennu vakt hjá vaktavinnumönnum og næsta vinnudag á eftir hjá dagvinnumanni.
a) Byrjun vinnudags hjá dagvinnumönnum
Undir það falla:
Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma
Dagvinnumenn vinnuskylda utan dagvinnutíma
Dagvinnumenn með fastan vinnutíma
Tímavinnumenn fastur vinnutími
Tímavinnumenn sveigjanlegur vinnutími
Tímavinnumenn í tímavinnu
Tímavinnumenn – eftirlaunaþegar
Hér er notað vinnutími starfsmanns sem byggir á vinnufyrirkomulagi.
Dagvinnumenn eiga vinnuskyldu í allt að 5 daga í viku. Fyrir þá daga sem þeir eiga vinnuskyldu skal nota upphaf vinnudags skv. vinnufyrirkomulagi. Fyrir aðra daga skal nota upphaf næsta vinnudags sem á eftir kemur.
Ef ekki finnst upphaf næsta vinnudags er miðað við að hvíldarsólarhringur sé frá klukkan 08:00 - 08:00 (t.d. tímavinnumenn í tímavinnu).
Dæmi:
Vinnufyrirkomulag dagvinnumanns
Mán |
08:00 - 16:00 |
Þri |
08:00 - 14:00 |
Fim |
10:00 - 18:00 |
Fös |
12:00 - 18:00 |
Athugað er þá fyrir hvern dag á völdu tímabili hvort til sé 11 tíma samfelld hvíld hjá starfsmanni sem hefst á tímabilunum:
Mán 08:00 Þri 08:00
Þri 08:00 Mið 08:00
Mið 10:00 Fim 10:00 (engin vinnuskylda, notað upphaf vinnudags á fimmtudegi)
Fim 10:00 Fös 10:00
Fös 12:00 Lau 12:00
Lau 08:00 Sun 08:00 (engin vinnuskylda, notað upphaf vinnudags á mánudegi)
Sun 08:00 Mán 08:00 (engin vinnuskylda, notað upphaf vinnudags á mánudegi)
Ef ekki finnst samfelld hvíld sem nær 11 tímum og hefst á þessum tímabilum skal reikna hvíldartímabrot.
b) Byrjun vinnudags hjá vaktavinnumönnum
Undir það falla:
Vaktavinnumenn
Dagvinnumenn á vöktum
Tímavinnumenn á vöktum
Hér eru almennar vaktir notaðar til að finna venjubundið upphaf vinnudags. Hver almenn vakt er þá venjubundið upphaf vinnudags. Þá daga sem starfsmaður á ekki almenna vakt skal nota upphaf næstu almennu vaktar sem á eftir kemur.
Ef ekki finnst næsta almenna vakt (t.d. við starfslok) skal miða við tímann frá klukkan 08:00 - 08:00.
Dæmi (Vaktavinnumaður frá 5.3.2005 – 15.3.2005)
03.03.2005 15:30 - 03.03.2005 23:30 alm vakt
04.03.2005 15:30 - 04.03.2005 23:30 alm
05.03.2005 08:00 - 05.03.2005 16:00 alm
06.03.2005 15:30 - 06.03.2005 23:30 alm
07.03.2005 08:00 - 07.03.2005 16:00 alm
08.03.2005 10:00 - 08.03.2005 14:30 yfirvvakt
09.03.2005 15:30 - 09.03.2005 23:30 alm
10.03.2005 15:30 - 10.03.2005 23:30 alm
11.03.2005 08:00 - 11.03.2005 16:00 alm
14.03.2005 15:30 - 14.03.2005 23:30 alm
15.03.2005 08:00 - 15.03.2005 16:00 alm
Athugað er þá fyrir hvern dag á tímabilinu hvort til sé 11 tíma samfelld hvíld hjá starfsmanni sem hefst á tímabilunum:
03.03.2005 15:30 - 04.03.2005 15:30
04.03.2005 15:30 - 05.03.2005 15:30
05.03.2005 08:00 - 06.03.2005 08:00
06.03.2005 15:30 - 07.03.2005 15:30
07.03.2005 08:00 - 08.03.2005 08:00
08.03.2005 08:00 - 09.03.2005 08:00 Engin almenn vakt – næsta almenna vakt notuð
09.03.2005 15:30 - 10.03.2005 15:30
10.03.2005 15:30 - 11.03.2005 15:30
11.03.2005 08:00 - 12.03.2005 08:00
12.03.2005 15:30 - 13.03.2005 15:30 Engin almenn vakt – næsta almenna vakt notuð
13.03.2005 15:30 - 14.03.2005 15:30 Engin almenn vakt – næsta almenna vakt notuð
14.03.2005 15:30 - 15.03.2005 15:30
15.03.2005 08:00 - 16.03.2005 08:00
Ef ekki finnst samfelld hvíld sem nær 11 tímum og hefst á þessum tímabilum skal reikna hvíldartímabrot.
Forsendur við útreikning hvíldarbrota - lágmarkshvíld 11 tímar
Vinnutími miðast eingöngu við almennar vaktir (vaktavinnumenn) og almennan vinnutíma (dagvinnumenn).
Á þeim dögum sem starfsmaður á ekki almenna vakt/vinnutíma skal miða við næsta vinnutíma sem upphaf.
Hvíldarsólarhringur er þá frá upphafi reglubundins vinnutíma + 24 tímar.
Fundnar eru stimplanir (viðvera) sem skara hvern hvíldarsólarhring.
Engar stimplanir sem hafa fjarvistaskráningu eru teknar með.
Lengsti samfelldi tími sem starfsmaður er ekki skráður í vinnu á hvíldarsólarhring er lengsta hvíld.
Gerð er tillaga að hvíldartímabroti ef lengsta hvíld sem hefst á hvíldarsólarhring er < 11 tímar.
Í listanum sést tímafjöldi í næstu vakt.
Í listanum sést lengsta samfellda stimplunin á hvíldarsólarhring.
Birting C1 og C2 hvíldartímabrota.
Undir C1 hvíldartímabrotum birtast öll 11 tíma brot hjá starfsmönnum.
Undir C2 hvíldartímabrotum eru undanskilin þau brot þar sem hvíld er stytt vegna vaktaskipta og engin skráð hvíldartímabrot eru til á dags.
4. Lágmarkshvíld 35 tímar á viku - Ná ekki samfelldri 35 stunda hvíld á viku
Reiknaður er út lengsti tími milli tveggja stimplana á einni viku. Vikan er frá mánudegi til mánudags.
Upphaf vikunnar er miðað við upphaf vinnudags á mánudegi. Ef starfsmaður á ekki að vinna á mánudegi þá er tíminn á næstu vakt/vinnutíma í vikunni notaður. Athugað er hvort starfsmenn nái einhvern tímann 35 stunda samfelldri hvíld á tímabilinu (mánudegi - mánudags). Ef ekki þá er vikan birt, nöfn starfsmanna og lengsta hvíld innan vikunnar.
D brotin gefa ekki rétt til skráningar brota, þau eru eingöngu ábending.