Vinnslubiðröð

Notandi getur fylgst með framgangi eftirtalinna vinnsla:

Hver hefur aðgang

Yfirmaður og launadeild stofnana.

Tilgangur

Þungar vinnslur eru settar í vinnslubiðröð sem síðan eru keyrðar með vissu millibili.

Áður gert

Setja vinnslu af stað

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið "Uppgjör", aðgerðina "Vinnslubiðröð". Hrinda af stað leit að þeim vinnslum sem fylgjast á með.

 

Dæmi um þær upplýsingar sem fram koma í vinnslubiðröð:

 

Vinnsla skráð

Staða

Vinnsla

Starfsm

Hófst

Lauk

1.7.2014 10:37

Í vinnslu

Senda til launakerfis

Jón Jóns.

1.7.2014 11:46

 

1.7.2014   8:12

Í bið

Senda til launakerfis

Jón Jóns.

 

 

30.6.2014 00:00

Lokið

Senda til launakerfis

Jón Jóns.

30.6.2014 01:10

30.6.2014 01:13

 

Hægt er að eyða vinnslu með því að smella á rauða X-ið í dálkinum "Vinnsla skráð".

Aðeins er hægt að eyða vinnslu á meðan hún er í biðstöðu.

 

Í myndinni er birt hvers konar vinnsla þetta er ("Vinnsla") og í hvaða stöðu vinnslan er("Staða").

Endurhlaða þarf gluggann(með því að smella á "Leita") til að uppfæra stöðu vinnslunnar.

 

Sjálfgefið er að aðeins birtist vinnslubiðröð þess sem er að vinna í kerfinu (hakað við "Mínar") en hægt er að skoða vinnslubiðraðir allra með því að haka við "Allar".

 

Hægt er að skoða vinnslur í stöðunni "Ólokið" eða "Lokið" með því að velja í vallistanum "Staða".

 

vinnslubidrod.gif