Stofna uppgjörstímabil

Hver framkvæmir

Launafulltrúi í VinnuStund

 

Tilgangur

Uppgjörstímabil stýrir því á hvaða tímabili tímafærslur eru sendar til launakerfis. Einungis er hægt að útbúa bunka á nýjasta uppgjörstímabili.

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið"Uppgjör", aðgerðina "Uppgjörstímabil". Þá birtist listi með þeim uppgjörstímabilum sem búið er að skrá fyrir stofnunina.

 

Gátlisti: (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Skrá uppgjörstímabil

Uppgjör -> Uppgjörstímabil

Bæta við uppgjörstímabili

Breyta uppgjörstímabili

Uppgjör -> Uppgjörstímabil

Breyta uppgjörstímabili sem hefur nú þegar verið skráð

 

 

Skrá uppgjörstímabil  (Uppgjör-> Uppgjörstímabil -> Nýskrá)

Vinnuleið Uppgjör->Uppgjörstímabil, smella á plústáknið efst í hægra horni.

 

 

Veldu lokadagsetningu uppgjörstímabilsins og dagsetningu leiðréttingarfrests, þ.e. eftir þá dagsetningu getur yfirmaður ekki  lengur útbúið bunka fyrir þetta tímabil.

Dagsetning frá miðast alltaf við næsta dag eftir síðasta uppgjörstímabil.

Velja þarf tegund uppgjörstímabils úr vallista þar sem fleiri en eitt uppgjörstímabil getur verið á stofnun.

 

 

 

Ekki er hægt að stofna nýtt uppgjörstímabil ef til eru ófrágengnir bunkar frá eldra tímabili. Það þarf að eyða þeim bunkum eða senda þá til launakerfis áður en nýtt uppgjörstímabil er stofnað.

 

 

Aftur í gátlista

 

 

Breyta uppgjörstímabili (Uppgjör -> Uppgjörstímabil ->Bunkar -> Breyta)

Leiðréttu lokadagsetningu tímabilsins og/eða dagsetningu leiðréttingarfrestsins. Ekki er hægt að breyta öðrum svæðum.

Einungis er hægt að breyta nýjasta uppgjörstímabilinu.

 

 

Aftur í gátlista