Yfirmaður / launafulltrúi í VinnuStund
Senda tímafærslur sem uppfylla leitarskilyrði í endurútreikning.
Fara í ábyrgðasvið "Tímafærslur", aðgerðina "Endurútreikningur". Setja inn leitarskilyrði fyrir þær tímafærslur sem á að endurreikna. Þá birtist mynd þar sem fram koma upplýsingar um endurútreikning og fjölda þeirra starfsmanna sem uppfylla leitarskilyrðin. Staðfesta þarf endurútreikning.
Dæmi um það hvenær þarf að endurútreikna:
Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á samningi, reglum samnings.
Stimplunarfrávikum hefur verið breytt.
Starfshlutfalli starfsmanns er breytt.
Vinnufyrirkomulagi á starfsmanni breytt (sjálfkrafa gert í VinnuStund) .
Setja inn leitarskilyrði fyrir þær tímafærslur sem á að endurreikna. Hægt er , að endurreikna eina eða fleiri skipulagseiningar, sú vinnsla fer í vinnslubiðröð.
Einnig er hægt að endurreikna ákveðinn starfsmann (leitarskilyrði nafn, kennitala eða númer starfs). Þegar starfsmaður er endurreiknaður þá gerist það um leið.
Staðfesta endurútreikning á tímafærslum þeirra starfsmanna sem uppfylltu leitarskilyrðin. Ef smellt er á hnappana "Tilbaka" eða "Þrengja val" er farið tilbaka í leitargluggann.
Hnappurinn "Þrengja val" birtist aðeins ef leitin skilar fleiri en einni leitarniðurstöðu.
Ef leitin skilar aðeins einni niðurstöðu þá birtist hnappurinn "Tilbaka".
Staðfesta þarf endurútreikning með því að smella á hnappinn Endurútreikna.
Ef endurútreiknað er fyrir alla starfsmenn einnar skipulagseiningar þá fer endurútreikningur í vinnslubiðröð og verður keyrður utan dagtíma.