Tímafærslur sendar frá öðrum kostnaðarstað

Tímafærslur sem eru kostnaðarfærðar á skipulagseiningu frá öðrum kostnaðarstað eru litaðar og með rauðum texta.

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður.

Tilgangur

Samþykkja eða senda tilbaka tímafærslur frá öðrum skipulagseiningum.

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið "Yfirfara", aðgerðina "Tímar". Leita að starfsmanni/starfsmönnum sem skoða á tíma hjá. Nöfn þeirra starfsmanna sem eru með tímafærslur sendar frá öðrum kostnaðarstað eru með rauðum texta og færslurnar eru litaðar.

 

Ef yfirmaður er samþykkur kostnaðarfærslunni samþykkir hann viðkomandi tímafærslur.

Ef yfirmaður er ekki samþykkur kostnaðaryfirfærslunni flytur hann tímafærsluna aftur á upprunalega skipulagseiningu.

 

Tímafærslurnar verða ekki kostnaðarfærðar nema yfirmaður samþykki þær.

 
yfirfaratimafraodrumkostnadarstad.gif